Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 142
366
B'ÖNAÐ AJRRIT
íbúðarhúsið, bygði fjós fyrir 12 nautgripi, fjárhús yfir
500 fjár, og hlöður, er taka alls um 2000 hesta. Tvær
hlöður eru steinsteyptar og taka til samans 1200 hesta,
og fjárhús, er rúmar 180 fjár. Þessi bygging kostaði
um 3000 kr. — Rúmið í hlöðunum fyrir heyhestinn
kostaði, í anDari kr. 2,20, en kr. 1,60 í hinni. Mis-
munurinn stafaði af öflun og aðflutningi efnis að dýrari
hlöðunni.
Frá íbúðarhúsinu gerði Björn 40 metr. langa skólp-
rennu í steinlímda for, með salerni.
Björn flutti að Kornsá árið 1899. Hafði hann þá áður
búið á tveim jörðum og gert á þeim jarðabætur. Bygði
hann hlöður á aDnari, er taka um 700 hesta.
Birni er ennfremur talið það til verðleika (í skýrslunni),
að meðferð á búfjenaði hafi jafnan verið í mjög góðu
lagi hjá honum, og að hann hafi fengið hrúta að til kyn-
bóta. Kýr hans voru og sagðar góðar, „sem mest mun
að þakka heppilegu vali á undaneldisgripum". Sama er
að segja um hrossin.
Björn hefir verið mög ár hreppstjóri og lengi átt sæti
í sýslunefnd. Sat hann á alþingi 1893—1899 og aftur
1909 og 1911.
Ariö 1918.1)
87. Jón Jónsson, bóndi í Tröllatungu í Strandasýslu.
Byrjaði búskap 1886, fremur efnalítill. Túnið var þá
talið 17 dagsláttur eða 5l/z ha., kargaþýft, illa hirt og
ógirt. Fengust af því um 80 hestar. — Jarðabætur hans
eru þessar: Sljettað um 4 ha., aukið túnið um 1,83 ha.
og gert sáðreiti 500 Q m. — Sprettur þar að jafn-
aði vel í görðum, og er kartöflurækt þar meiri en jafn-
1) Umsækjendur þetta ár voru 5: 1 úr V.-Skaftafellssyslu,
2 úr Rangárvallasýslu, 1 úr Strandasjslu og 1 úr Skagafjarðar-
sýslu.