Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 143
BÚNAÐARRIT
357
vel nokkursstaöar annarsstaðar í Strandasýslu. Girbingar
um tún og kálgarða 2660 metr. á lengd, þar af garður
úr grjóti 320 metr., hitt vírgirðingar 4—5 þættar. —
Áburðarhús 48 ten.metr. og forir um 21,6 ten.metr.
Lokræsi 150 metr. á lengd. — Jarðabætur Jóns nema
samtals 2500 dagsverkum.
Fást nú af túninu í meðalári 400 hestar — mest 450
— og heflr þannig töðufallið nær því 5—6 faldast.
íbúðarhús heflr hann ‘ bygt, úr timbri, með stein-
steyptum kjallara, og auk þess hús til geymslu og hjall.
Fjenaðarhús öll hefir hann bygt upp., fjárhús fyrir 400
fjár, hesthús fyrir 17 hross, fjós fyrir 8 nautgripi, og
hlöður fyrir allan heyskapinn. — Öll eru hús þessi vel
gerð að veggjum og viðum, og loftgóð.
Yatnsleiðsla er í bæinn og fjósið, 226 metr. löng, og
i fjárhúsin um 100 metr. löng. — Einnig er þar vot-
heystóft og verkar Jón árlega vothey, er reynist vel.
Vei fer Jón með allar skepnur og á vænt fje. — Öll
umgengni er þar hin besta og búskapurinn fyrirmynd.
Er Jón hafði búið í 18 ár, keypti hann jörðina.
88. Runólfnr Halldórssou, bóndi á Bauöalæk í
Rangárvallasýslu. Hefir hann búið þar í 44 ár. Jarða-
bætur: Sljettað í gamla túninu 3,5 ha. og túnútgræðsla
5 ha. Sljetturnar yfirleitt prýðisvel gerðar og til þeirra
vandað. Girðingar um tún, kálgarða og fjárbæli eru
2955 metr. á lengd. Girðingarnar eru úr gaddavír 4—5
þættum og torfgarður með 1—2 strengjum ofan á.
Kálgarðar um 430 Q metr., vel hirtir og bera góðan
ávöxt. Áburðarhús og tvær forir með salerni.
Áveituskurðir 2840 metr., eða 1688 m8 og flóðgarðar
180 metr. á lengd. Nátthagi girtur um 3 ha. — Braut
af þjóðveginum og heim að bæ 1952 metr. á lengd og
er 2/s hlutar hennar upphleyptir
íbúðarhús úr timbri, járnvarið með kjallara. Auk
þess góðar skemmur til geymslu. Fjós fyrir 14 naut-