Búnaðarrit - 01.06.1927, Page 146
360
BÚNAÐARRIT
Magnús heflr gegnt ýmsum opinberum trúnaðarstörf-
um, og verið lengi formaöur BúnaÖarsambands Dala
og Snæfellsness.
90. Magnús Signrðsson, bóndi í Hvammi undir
Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu. Hann hefir búið þar í
30 ár, fyrst í tvíbýli, og lengst af verið leiguliði. Jarða-
bætur hans á árunum 1895—1918 nema um 2200 dags-
verkum. Sljettað í túni og grætt út 3—4 ha. Girðingar
um tún og engi 6330 metr. langar, mest 4—5 þættar
gaddavírsgirðingar, og auk þess 1700 metr. með 3-þætt-
um gaddavír. — Engjar heflr hann bætt með flóðgörð-
um og skurðum. — Gert áburðarhús, for og salerni, alt
steinsteypt, og er áburðarhirðing í besta lagi. — Töðu-
fallið hefir aukist um þriðjung og útheysskapur um
helming. — Aukið hefir hann kálgarðana og sprettur
vel í þeim.
Hann heflr þurft að leggja mikla vinnu í það, að
verja túnið skriðum, og sum árin farið mörg dagsverk
í að hreinsa af því grjót og aurrensli.
Bygt íbúðarhús úr timbri og smíðahús. Fjós yflr 15
nautgripi, steinsteypt, rúmgott og bjart. Hlöður járn-
varðar, er taka um 1400 hesta, hlaðnar úr grjóti.
Fjárhús með hlöðu, undir einu risi, járnvarið, og veggir
hlaðnir úr grjóti. Tekur rúmar 100 ær og hlaðan 300
hesta. — Hesthús fyrir um 60 hross. Og er nokkuð af
þessu hesthúsrúmi ætlað fyrir ferðamannahesta, því að
margir koma að Hvammi og gista þar.
Magnús verkar árlega vothey og hefir gert þijár vot-
heysgryfjur. — Vatnsleiðsla er í bæ og fjós. — Um-
gengni er þar hin besta og jörðin ágætlega setin.
Hann heflr setið í hreppsnefnd í 20 ár, verið 10 ár
hreppstjóri og nokkur ár sýslunefndarmaður.