Búnaðarrit - 01.06.1927, Síða 147
BÚNAÐARRÍT
36 L
ÁriÖ 1920.1)
91. Griiðmimdur Daníelsson, bóndi í Svignaskarði
í Mýrasýslu. Hann keypti jörðina 1905, og var hún þá
í hinni mestu vanhirðu og hús öll afarljeleg. Af túninu
fengust þá um 150 hestar, en nú gefur það af sjer í
meðalári yfir 300 hesta. — Jarðabætur Guðmundar
nema alls 2218 dagsverkum. (Árið 1909 voru dagsverkin
340). Þær eru fólgnar í túnasljettum og útgræðslu, girð-
ingum um tún, engi og beitilönd, flóðgörðum og fram-
ræsluskuiðum. — Hestarjett heima við bæinn 8 X 8
metr. og áburðarhús 8X4 metr., hvorttveggja stein-
steypt. — Akbraut heim að bæ 90 metr. löng.
Af húsagerð Guðmundar má nefna: Steinsteypt íbúðar-
hús llVs X 8 metr., tvilyft, og kjallari undir öllu hús-
inu. Fjós og hesthús fyrir 20 stórgripi, 2 hlöður, önnur
úr timbri, en hin steinsteypt, og við aðra hlið hennar
steinsteypt fjárnús. — Vatnsleiðsla í bæinn og fjósið,
40 metr. löng; sjálfhreyfidæla dælir vatninu inn. — Er
Guðmundur sá fyrsti i Borgarfiiði, er komið hefir á fót
slíkri vatnsleiðslu.
Svignaskarð liggur r þjóðbraut, enda kemur þar ár-
lega fjöldi manns. Er Guðmundur ágætur heim að sækja,
bæði hjálpfús og útsjónarsamur.
92. Háyarðnr Jónsson, bóndi í Efri-Fljótum í Meðal-
landi í V.-Skaftafellssýslu. í 13 ár (1907—1919) hefir
hann unnið að jarðabótum 1628 dagsverk. Aðalverkið
er áveita og girðingar. Er áveitulandið um 50 ha., og
fengust af þvi (1915) 500 hestar af vænu bandi, en
áður var land þetta mest óræktarmýri og lítið slegið þar.
1) Umsækjendur þetta ár alls 8: 1 úr V.-Skaftafellssýslu, 2 úr
Borgarfjarðarsýslu, 2 úr Mýrasýslu, 1 úr Skagafjarðarsýslu, 1 úr
N.-Þingeyjarsýslu og 1 úr N.-Múlasýslu.
. 21