Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 149
BtJNAÐARRlT
363
hlöðuna; við nliðina á fjósinu er og hesthús. — Einnig
hefir Hallgrímur bygt fleiri hlöður og fjárhús, áburðar-
hús og saleini. Auk þess hefir hann hlaðið hestarjett
við traðirnar.
Hallgrímur hefir búið nálægt 30 ár á Grímsstöðum.
Eru jarðabætur hans og byggingar aðallega frá síðustu
20 árunum. — Sauðfjárkynbótabú rak hann 1908 —1919,
eða i 12 ár.
Hann hefir verið hreppstjóri um allmörg ár.
94. Hermundnr Yaldemar Gnðmnndsson, bóndi í
Vallanesi í Skagafjaiðarsýslu. Hann byrjaði þar búskap
árið 1907 við mjög lítil efni, en mikið þurfti að gera
á jörðinni. Tók hann því þegar til óspiltra málanna. —
Jarðabæturnar nema um 3000 dagsverkum. Hann giiti
alla jarðareignina með gaddavír, og er sú girðing um
7000 metr. iöng Sljettað túnið og aukið, og hefir töðu-
fengurinn tvöfaldast. Einnig hafa engjarnar verið bættar
mikið með áveitu.
Af byggingum Hermundar má nefna: íbúðarhús stein-
steypt, mjög vandað; fjós steinsteypt, fyrir 6 nautgripi,
við hliðina á íbúðarhúsinu, og haugstæði undir sama risi,
og er því mjög hagkvæmlega fyrir komið. — í kjallara
íbúðarhússins er sogdæla, sem dælir vatninu yfir í fjósið,
í stokk, sem er fyrir ofan jötur kúnna, með loki yfir,
er þær geta sjálfar opnað. — Hesthús og fjárhús, sam-
stæð, fyrir rúm 40 hross og 40 ær. Fjárhús heima við
bæinn, einnig samstæð, er taka yfir 120 fjár.
Árið 1909 keypti hann hálfa jörðina Brekkur, sem er
í sama hreppi, en liggur uppi í fjalllendinu. Bygði Her-
mundur þar beitarhús, tvö samstæð hús, er taka samtals
190 fjár; auk þess sjerstakt hús fyrir 50 lömb. E nnig
bygði hann þar 60 hesta hlöðu, járnvarða. Hann girti
þar og mikið, og vann þar bæði að túnasljettum og
vatnsveitingum.
Hermundur rak hestakynbótabú fyrir sýsluna í 5 ár.