Búnaðarrit - 01.06.1927, Síða 153
BÚNAÐARRIT
367
Ariö 1934.’)
99. Bjarni Bjarnason, bóndi í Slcáney í Borgar-
fjarðarsýslu. Hann byrjaði búskap vorið 1910. Á pessum
14 árum hefir hann sljettað 3,35 ha., gert girðingar, er
nema um 7000 metr., auk 2000 metr. girðingar, sem er
ein- og tvíþætt, aukið matjurtagarða um 2260 m1 2. o. fl.
Hann hefir bygt tvílyft íbúðarhús, steiusteypt, og leitt
vatn í það. Blómagarður er við húsið. Einnig hefir hann
bygt hlöðu, steinsteypta, fjós fyrir 8 nautgripi og ábuið-
arhús undir því, fjárhús, er tekur um 180 fjár og stein-
steypta hlöðu við það. Eru byggingar þessar ramlega
gerðar og rrjög vandaðar.
Framkvæmdir Bjarna eru óvenju stórstígar á ekki
lengri tíma en hann hefir búið. Árið 1913 skilaði hann
t. d. 389 dagsverkum, 1916, 266, 1919 354 o. s. frv.
Auk þess hefir Bjarni lagt mikla vinnu í það, að
hlynna að andlegti mentun sveitar sinnar, t. d. haldið
uppi og stjórnað um langan tíma söngflokki þar vestra.
Enda er Bjarni prýðilega vel gefinn maður.
100. Porsteinn Konráðsson, bóndi á Eyjólfsstöðum
í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hann hefir sljettað nálægt
3 ha. og ræktað út, sem nemur um 1 ha., girt 5000
metr. langar girðingar, 3—5 þættar og hlaðið undir.
Hann hefir einnig geit áburðarhús. aukið matjurtagarða
og bætt mjög engjarnar. Jarðabætur hans nema um
1550 dagsverkum.
Þorsteinn hefir bygt upp flest hús á jörðinni, þar á
meðal tvílyft íbúðarhús, steinsteypt og mjög vandað,
1) Umsækjendur þetta ár voru alls 8: 2 úr Árnessýslu, 1 úr
Gullbringusjslu, 2 úr Raugárvallasýslu, 1 úr Dalasýslu, 1 úr
Húnavatnssýslu og 1 úr S.-Múlasýslu.