Búnaðarrit - 01.06.1927, Side 155
BÚNAÐARRIT
Eftirmáli.
Svo sem sjá má á yflrliti þessu, hafa 26 menn hlotið
verðlaun þessi 13 ár (1912—24). Umsóknir á þessu
tímabili eru ails 98, en umsækjendur eru færri, þar eð
sumir þeirra hafa sótt oftar en einu siuni.
Skiftast umsækjendur þannig niður á landsfjórðungana:
Umsækj. Veitt verðlaun
Suðurland .... 12
Vesturland . . . . . . 26 9
Norðurland . . . . . . 17 4
Austurland . . . . . . 4 1
Yerðlaunin skiftast þannig á hinar einstöku sýslur:
Borgafjaiðarsýslu 2, Mýrasýsiu 5, Dalasýslu 2, Stranda-
sýslu 1, Húnavatnssýslu 3, Skagafjarðarsýslu 1, N.-Þing-
eyjarsýslu 1, S.-Múlasýslu 1, Y.-Siraftafellssýslu 3, Rang-
árvallasýslu 5, Árnessýslu 2.
Útdrættir þessir eru, eins og skiljanlegt er, ekki nema
lítið brot úr hinum mörgu, og í seinni tíð mjög svo
nákvæmu skýrslum. Einmitt þessar skýrslur hljóta með
tímanum að verða stórkostleg heimild fyrir sögu land-
búnaðarins hjer á landi.
Vjer stöndum hjer við merkileg timamót, þar sem er
hálfrar aldar afmæii þessa sjóðs. Mun því faðir minn
hafa hugsað sjer að láta hjer fylgja all-ítarlegt yfírlit
yfir störf sjóðsins þetta tímabil, en til þess hefi jeg því
miður ekki nægileg gögn. Jeg ætla þó að láta hjer fylgja
yfirlit yfir tölu umsækjenda öll þessi 50 ár.