Hlín - 01.01.1959, Side 110

Hlín - 01.01.1959, Side 110
108 Hlín Þá yfir ána kom, tóku við eyrar þaktar undurfagurri eyrar- rós, víði og smálækjum 'af og til. — Staðnæmst við Jökulsá, okkur sýnt suður í Kverkfjöll og upptök Kreppu, einnig Snæ- fell á Fljótsdalsheiði. — Þarna fellur kvísl úr Jökulsá og hefur í hyggju að eyðileggja Lindirnar, það litfagra land. Næst er beygt í vestur og komið að á, þar er skilið við bíl- ana og enn vaðið yfir ána. — Jeg borin yfir sem fleiri. — Og loks komið á áfangastað og leiðarenda. — Enn koma í ljós silfurtærir smálækir og víði vaxnar grundir. Fagurt gil með stórvöxnu hvannstóði, dimmblátt hraun og yfir öllu blasir drottning allra fjalla, Herðubreið. — En þá brestur öll orð, þá þvílíka tign og fegurð er litið. — Tjöldum er slegið upp, kveikt á prímus og hitað kaffi. Og nú skal ganga á hraunið. — Og enn koma lækir, stundum stokkið yfir, stundum borin, gamanyrði, fögnuður í hreinu, tæru öræfaloftinu. — Þarna blakta stærri silfurfiðrildi en jeg hef áður sjeð. — Alt svo stórvaxið, t. d. hvönnin. Nú er komið í hinn margkunna Eyvindarkofa, útlagans, með tærri lind í gólfi. Mun nokkur gleyma þeirri sjón? — Jeg er látin síga niður af sterkum höndum og aftur dregin upp. — Hvei-t mannsbarn er snortið af þeim minningum, sem koma fram úr djúpi hugans, þjáningum útlagans, tíðarandanum, sem þá ríkti og olli slíkum ófögnuði. — Þarna er tafið í marga tíma við samræður, söng og upplestur, ræður o. fl. — Um sólarlag var svo hlýtt sem mn hádag væri. — Mjer flaug í hug gagn- stætt veður: Stórhríð í fullu veldi. Enda slíku lýst fyrir okkur af þeim, sem þarna höfðu verið í slíkum hildarleik. Loks var haldið að tjöldunum, farið í leiki, spilaður fótbolti og að endingu stiginn dans sunnan undir einu tjaldinu í karga- þýfi, sem varð um síðir sljett sem vaxborið gólf. — Fönguleg- ur, ungur maður spilar á harmoníku. — Allir dansa, ungir sem gamlir. — Það gladdi mig ósegjanlega að sjá eldri mennina hrífast með. — Jeg leit á einn af öðrum og mintist margra við- kvæmra tíma, sem þeir höfðu lifað í minni tíð. — Hjer skyldi hvílast um stund. — Þokan breiddi þunna, mjúka blæju yfir alt. — Því ekki að sofa og endurnærast? — En hvernig átti að sofa í örmum öræfanáttúrunnar, aðeins eina nótt á æfinni, fyr- ir okkur kvenfólkið? — Jeg náði aldrei að sofa. — Helst var að fara út, ganga um grundír og eyrar, við smálækjanið. Svo rann upp morguninn. — Mun nokkur gleyma, þá sólin kom upp í almætti sínu og Herðubreið svifti af sér þokuhjúpn- um, tárhrein og töfrandi? — Tjöldin tekin upp og lagt af stað heim. — Borin var jeg enn yfir á, en hver það gerði, man jeg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.