Hlín - 01.01.1959, Side 134

Hlín - 01.01.1959, Side 134
132 Hlín handa ykkur, þið sem njótið mentunar og rjettinda, er þeir skópu ykkur, ávaxtið ekki verðmæti, er ykkur er rjett í hend- ur, skeytið ekki um sorglega reynslu fyrri kynslóða og skyldur ykkar við framtíðina. — Á ykkur hvílir skylda og þyngri ábyrgð en á nokkurri kynslóð á undan ykkur. — En hvernig bregðist þið við, og hvað verður það, er þið skilið í skaut fram- tíðarinnar? Til hvers er löng skólaganga, ef hún mentar ekki, þroskar og göfgar, en aðeins eykur yfirgang og grimd í veröldinni. — Til hvers er að vera góðum gáfum gæddur, ef þær eru notaðar mannkyninu til ils? — Til hvers er hraði nútímans, ef hann gerir mannkindumar vitstola? „Litli vinur minn, hjer er hvíld fyrir ofreyndan huga þinn. Hjer er uppruni okkar beggja: Jeg sprett upp í hlíðarbrún- inni, en þú ert fæddur í bænum undir hlíðinni. Báðir erum við lítill dropi í stóru hafi, en samt er máttur okkar mikill. — Not- aðu mentun þína og skáldhneigð til þess að göfga hugi mann- anna, kendu þeim að hagnýta orku og auðlindir jarðarinnar mannkyninu til góðs.“ „Kæri litli foss, hafðu þökk. Hjer er það sem jeg leita að. Hjeðan á jeg ljúfustu endurminningarnar. Hjer stóð jeg sem barn við hlið móður minnar. Jeg sjé hana slíta upp lítið „Gleym mjer ei“ og leggja það varlega í strauminn. „Það er kveðja frá mjer til hafsins," segir hún. — „Mamma, segðu mjer sögu,“ segi jeg. Mamma kann ótal sögur frá sjónum. Heil æfintýri um líf- verur sjávarins og uppgötvanir barnanna við sjóinn, heim- spekilegar viðræður þeirra um uppruna heimsins, trúmál, stjórnmál og dásemdir þess að vera til. Mamma horfir í strauminn, stundum veit jeg ekki, hvort hún íalar við mig eða fossinn. Hún segir frá skýjaborgum barnanna, er leika sjer í fjörunni, frá sjálfsöryggi þeirra og fyrirlitningu á fávisku þeirra fullorðnu, er ekki skildu hugmyndir þeirra. Þau bíða eftir því að verða stór og horfa með þrá í augum út á haf- ið, þar sem æfintýrin bíða þeirra í stóru, ókunnu löndunum, þar sem stóru trjen vaxa, er sjórinn skolar stundum til okkar lands. — Mamma kann margar sögur rekaviðarins um heims- höfin, hvemig hann lendir í orustum við dýrin í sjónum. Og börnin í fjörunni ætla að kanna öll heimsins höf eins og trjá- drumbamir, verða hetjur, bæði á sjó og landi, fljúga til fjar- lægra stjarna, og klifa hæstu tindi jarðarinnar. Allar dáðir ælta þau að drýgja fyrir litla þorpið sitt, sem í þeirra augum er miðpunktur heimsins, og öll ætla þau að snúa heim aftur með fullar hendur fjár og frægðarljóma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.