Hlín - 01.01.1959, Page 155

Hlín - 01.01.1959, Page 155
Hlin 153 Búnaðarsamband Suðurlands styður Samband sunnlenskra kvenna með 6000 kr. árlega. Frá Heimilisiðnaðarfjelagi íslands, Rvík: Þú spyr um aðferð við að hvitta ullarvörur. Þegar jeg sá hvað vörurnar frá Gefj- unni voru hvítar, fór jeg að reyna fyrir mjer. — Mjer tókst misjafnlega. — Efnið sem jeg nota heitir Brintoverilte 3%, og fæst í Lyfjabúðum. — Efnið sem á að bleija er látið blautt í löginn. Það er misjafnt hve það þarf að liggja lengi. Jeg er altaf að skoða það öðru hvoru. Sjalið þitt var t. d. einn kl.tíma í leg- inum, en það var dauf blanda. Mjer finst það fara betur með viðkvæmt efni að láta það liggja lengur, en hafa löginn daufan. Efnið er þvegið vel á eftir úr sápuvatni. Leirskál skal nota, ekki blikkílát. — (Brintoverilte leysir lit.) — Hyrnur og sjöl spýti jeg blaut á spjöld (með títuprjónum) og læt þau þorna þar. Úr Árnessýslu á jólaföstu 1958: — Jeg er búin að prjóna mik- ið af sokkum og vettlingum á barnabörnin. Þau eru nú á milli 20 og 30, og ekkert má fara í jólaköttinn, og góður Guð gaf mjer heilsu til að geta bætt úr því. — Mjer mundi engin jól finnast, ef jeg gæti ekki glatt barn. Höfn í Hornafirði á Þorra 1959: — Hjer er snjólaust með öllu og hefur verið í allan vetur. — Yfirleitt er altaf besta veðrið hjer á Suð-Austurlandi, a. m. k. að vetrinum. Hjeðan er alt gott að frjetta. Tíð hefur verið ágæt og gæftir sæmilegar það sem af er vertíð. — Já, vel man jeg morguninn fagra, er við gengum fram og aftur á uppfyllingunni hjerna, er við biðum eftir skipinu. — Þá var fagurt í Hornafirði, eins og svo oft fyr og síðar. — Blessað landð okkar er fegursta og besta landið í heiminum. Þistilfirði á Þorra 1959: — Þú minnist á ullina. Fyrir nokkr- um árum var hætt að þvo hana heima nema til heimanotkunar á stöku bæ. — Flestir senda óþvegna ull í lopa. Jeg hef hug á að þvo næsta sumar og taka svo ofanaf. — Hef sent þel í verksmiðjuna og fengið indælt band, einfalt í skyrtur og þrinnað, mórautt og grátt í plögg. — Það var gaman að fara þegar ullin var að verða þur, og velja úr öllum flokknum bestu og hvítustu lagðana, jeg sakna þess. — Kann ekki að velja úr óþveginni ull, eða ekki eins, fyrir utan hvað það er leiðinlegt. Úr Ólafsvík er skrifað á Þorra 1959: — Hjá okkur er dásam- legt tíðarfar, sama sem snjólaust, logn og heiðríkja á hverjum degi. — Blessuð sólin er að byrja að skína á okkur eftir 6 vikna sólhvörf. — Hjer er siður eins og víðar að fagna sólinni með pönnukökukaffi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.