Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 37
SKYRSLUR STARFSMANNA
31
Skýrsla Jónasar Jónssonar
Mánuðina janúar-marz voru störf mín nær eingöngu
bundin við skrifstofuvinnu liér í Búnaðarfélaginu. Tím-
inn fór mest í að fylgjast með í fagritum, skrifa greinar
og erindi um ræktunar- og búnaðarmál og sinna dagleg-
um erindum, sem að bárust bæði munnlega og bréflega.
Fjórtánda febrúar mætti ég á kvöldfundi bænda í Hruna-
mannabreppi og talaði um ræktun og jarðvinnslu. Vel
var mætt á fundinum og umræður miklar.
Vegna framboðs tafðist ég nokkuð frá störfum mánuð-
iua apríl og maí.
Ég bóf mælingar fyrir skurðum og athuganir á rækt-
unarlöndum með tilliti til plógræslu um miðjan júní,
með því að fara um Ölfus og Laugardal, og síðar í Hruna-
mannabrepp. Dagana 2.—18. júlí ferðaðist ég um Norður-
og Austurlaud, kannaði kalskaða og ráðlagði bændum
um meðferð túna og áburðarnotkun. Ég fór með liéraðs-
ráðunautunum Ævari Hjartarsyni og Stefáni Skaftasyni,
livorum fyrir sig, um lielztu kalsveitirnar á þeirra svæð-
um. I Norður-Þingeyjarsýslu liafði ég samband við Grím
Jónsson, ráðunaut í Ærlækjarseli. Ég mat síðan kalið
á flestöllum bæjum í þeim fjórum sveitum, sem Grímur
taldi verst leiknar, Kelduliverfi, Axarfirði, Þistilfirði og
á Hólsfjöllum, en svo var um talað, að Grímur fram-
kvæmdi svipað mat í öðrum hreppum sýslunnar. Skýrslu
um þetta og niðurstöður matsins gaf ég stjórn Búnaðar-
félagsins með bréfi þann 25. júlí. Helztu samandregnar
niðurstöður þessa mats eru eftirfarandi:
Kelduneshreppur: Skoðuð voru tún á 26 jörðum með
samtals 334,7 ba tún. Af þeim voru 144,3 lia mjög illa
kalnir, 147,6 lia illa kalnir, en 62,85 ba lítið eða ekki
kalnir. Uppskerutjón var áætlað allt að 59% á þessum
bæjum'uð meðaltali, en mest á einni jörð, um 90%.
AxarfjarSarhreppur: Skoðuð voru tún á 18 jörðurn
með 342,6 ba tún. Af þeim voru 158,2 ha mjög illa kalnir,