Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 266
260
BÚNAÐARKIT
1. Búfjárræktarstöðin á Blönduósi
Þessi stöð, sem starfar fyrir búnaðarsamböndin í Skaga-
fjarðar- og Húnavatnssýslum, liafði sérstaklega óskað
eftir afkvæmasýningu á dætrum Hamars N159 í Reykja-
dal, en þaðan liafði stöðin keypt liann í september 1965.
Verður getið þeirrar sýningar hér í kaflanum um Suður-
Þingeyjarsýslu, en í Húnavatnssýslu voru skoðaðar dæt-
ur nautanna Skjaldar N133 og Ásbrands N135, en stöð-
in á Blönduósi á einnig þessi naut. Ekki var þó um form-
lega afkvæmasýningu að ræða á þessum tveimur naut-
um. Til þess voru of fáar dætur þeirra sýndar. Þó verður
liér á eftir getið livors hópsins fyrir sig.
Skjöldur N133, sonur Stalíns N94 frá Guðlaugsstöðum
og Prýði 6, Köldukinn í Torfalækjarhreppi. 1 Köldukinn
voru skoðaðar 6 dætur Skjaldar á aldrinum 3ja til 6 vetra
og 3 í Grænulilíð. Sjö þeirra voru rauðskjöldóttar eða
flekkóttar, 1 brandflekkótt og 1 svartflekkótt. Ein var
hníflótt, en hinar 8 kollóttar. Þessar hálfsystur hafa
sterkt svipmót. Þær eru fremur stuttar, þybbnar, lieldur
lágfættar og beinasmáar með lítið eitt liallandi malir.
Júgur eru sæmilega stór, en sumar með rangstæða spena.
Þær eru sumar hverjar taldar óróar í skapi, en lítt bar á
því á sýningunni. Fyrir byggingu hlutu þær að meðaltali
75,9 stig, og meðalbrjóstmál var 172 cm. Mjög takmark-
aðar lieimildir lágu fyrir um afurðir dætra Skjaldar, en
fátt benti til þess, að liann væri líklegur til að auka að
ráði nytliæð og mjólkurfitu stofnsins, sem livom tveggja
er ábótavant á þessu svæði.
Ásbrandur N135, sonur Hvanna N91 og Ásu 12, Leys-
ingjastöðuin í Sveinsstaðahreppi. Á Leysingjastöðum voru
skoðaðar 7 dætur Ásbrands, þær elztu að 3ja kálfi. Af
þeim voru 3 rauðar og rauðskjöldóttar, 3 brandskjöld-
óttar og 1 svartskjöldótt. Ein var hyrnd, en hinar 6 al-
kollóttar. Þessar liálfsystur vora vel þroskaðar nema ein.
Þær liafa langan, grannan liaus, beinan lirygg, lítið eitt