Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 215
LANDBÚNAÐURINN
209
algjöra langvarandi gróðnrleysis, fyrr en komið var fram
í júní og gras fór að spretta. Enn fremur var sauðburðar-
tíð víða þurrviðrasöm, og nýttist því fóður mun betur
en í bleytukuldunum 1966. 1 þriðja lagi spratt hægt bæði
í byggð og á afréttum, og vegna liagstæðrar haustveðráttu
féllu grös seint. Lömb liéldu því áfram að vaxa óvenju
lengi frarn eftir bausti. Einnig mun góð haustveðrátta og
það, bve grös sölnuðu seint, eiga drjúgan þátt í því, hve
kýr liéldu vel á sér nyt í haust, og að mjólkurframleiðsl-
an yfir haustmánuðina varð meiri en búast mátti við eftir
tölu kúa og reynslu undanfarinna ára.
Framkvœmdir og fjárfesting. Framkvæmdir bænda
voru miklar á árinu 1967. Framræsla var mun meiri en
1966, en aörar ræktunarframkvæmdir munu liafa verið
svipaðar.
Fyrir liggja endanlegar tölur um framkvæmdir gerðar
á árinu 1966, er njóta framlags samkvæmt jarðræktar-
lögum. Nokkrir helztu liðirnir voru:
Nýrœkt ....................... 4057 lia eða 19,6% minna en 1965
Endurræktuii túna ............. 316 lia cða 6,0% meira en 1965
GrænfóiVurakrar ............... 909 ha eða 6,2% minna en 1965
Plógræsi ..................... 3018 km eða 16,2% minna en 1965
Girðingar ..................... 722 km eða 5,0% minna en 1965
Þurrheyshlöð'ur ........... 170.671 m* eða 19,0% minna en 1965
Súghurrkunarkerfi .......... 37.009 m2 eð'a 18,9% minna en 1965
Vélgr. skurðir .......... 3.967.988 m3 eða 2,2% minna en 1965
Mikið var unnið að byggingaframkvæmdum í sveitum
á árinu 1967. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um teg-
und og gerð bygginga, en lánveitingar úr Stofnlánadeild
Búnaðarbankans gefa vísbendingu um, live miklar fram-
kvæmdirnar hafa verið. Veitt voru úr Stofnlánadeild
1153 A-lán, þ. e. lán til útihúsabygginga, dráttarvéla,
ræktunar, vinnuvéla og til vinnslustöðva landbúnaðar-
ins, að heildaruppliæð kr. 110.796.000,00, sein er tæpum
8 milljónum kr. lægri uppliæð en 1966. Af þessari heild-
aruppliæð gengu kr. 9.633.000,00 til mjólkurvinnslu-
14