Búnaðarrit - 01.01.1968, Síða 119
SICYRSLUR STARFSMANNA
113
dýrasvæðunum og starfi því, sem veiðimenn inna árlega
af hendi.
Miðvikudaginn 12. júlí fór ég í grenjaleit á liinn
víðáttumikla afrétt beggja vegna Tungnár ásamt Eyjólfi
Ágústssyni, Hvammi og syni hans. Vitað er um nokkur
greni á öllu þessu svæði, en miklir erfiðleikar hafa verið
á að framkvæma grenjaleitir um þessa öræfaafrétti, áður
en bílar komu til, en síðan bílaferjan kom á Tungná, er
auðvelt að leita þetta landsvæði. Að þessu sinni var
leitað á Búðarhálsi, við Þórisós, Hraunvötn, Veiðivötn,
Dómadalshraun og Norðurnámshraun við Landmanna-
laugar.
Við fundum eitt refagreni á Klifshagavöllum, austan
við Búðarháls. Unnum við þar grenlægjuna og alla yrðl-
ingana, sem voru fjórir. Refurinn sást aldrei þann tíma,
sem við vorum við grenið. Aðburður við grenið var ein-
göngu gæsarungar, leifar af fullorðinni gæs voru þar
einnig. Yrðlingar voru ungir, miðað við árstíma, eða um
6 vikna gamlir. Verksummerki eftir minka voru hvergi
sjáanleg á leið okkar, nema við Veiðivötn. Voru unnir
þar fjórir minkar seinna sumarsins. Mun minna bar á
minkum þar þetta ár en undanfarið.
Á Arnarvatnsheiði fór ég til minkaveiða ásamt Jónasi
Bjarnasyni, lögregluþjóni, og örlygi Sveinssyni liinn 25.
júlí. Við dvöldum fimm daga við Arnarvatn-stóra og leit-
uðum kringum það, Réttarvatn og hluta af Gunnarssona-
vatni, með Austurá niður á flóa og meðfram nærliggjandi
lækjum og lónum þar í grennd. Á öllu þessu svæði voru
aðeins tvö minkabæli með 8 dýrum. Auk þess unnum
við fjóra fullorðna karlminka, eða alls 12 dýr. Þarna
hefur minkum stöðugt fækkað ár frá ári, enda liefur
sérstök áherzla verið lögð á að eyða þeim á þessu svæði,
einkum vegna silungsins. Endur með unga var hvergi
að sjá við Arnarvatn-stóra, meðan fjöldi minksins var
mestur, en í sumar sáum við þær með ungahópa á nokkr-
um stöðum.
8