Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 191
BÚNAÐARÞING
185
Guðmundur Jónaeson,
Gunnar Guðbjartsson,
Hjalti Gestsson,
Jóhann Jónasson,
Jón Gíslason,
Ketill S. Guðjónsson,
Lárus Ág. Gislason,
Magnús Sigurðsson,
Sigmundur Sigurðsson,
Sigurður J. Líndal,
Þórarinn Kristjánsson,
Ölver Karlsson,
Össur Guðbjartsson.
Þá var ofanrituð ályktun fjárliagsnefndar borin upp
og samþykkt með 19 atkv. gegn 6.
Mál nr. 39, 16, 19, 24 og 31
Erindi stjórnar BiinaSarfélags Islands um kal í túnum
og ráð til úrbóta, ásamt málum nr. 16, 19, 24 og 31.
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 23 samhlj. atkv.:
I.
Búnaðarþing ályktar, að brýnustu verkefni, sem vinna
beri að af fullum krafti, séu að vinna að lausn kalvanda-
málsins á breiðum grundvelli og leggja stóraukna áherzlu
á allar þær rannsóknir, sem að henni geta stuðlað. 1 því
sambandi vill þingið sérstaklega benda á eftirfarandi
atriði:
1. Efla þarf jurtakynbætur, til að fá sein fyrst fram góða
innlenda stofna af túngrösunum og liafa jafnan til
reiðu stofnfræ af þeim.
2. Auka þarf tilraunir, til þess að fá úr því skorið, bvaða
stofnar henti bezt til ræktunar í kaldari héruðum
landsins. Sömuleiðis tilraunir með grænfóðurjurtir.
3. Kanna þarf rækilega, hvernig framræktun innlends
stofnfræs verður bezt liáttað erlendis, og gera strax
samninga um framræktun þess fræs, sem nú þegar
er til.
4. Líklegast til árangurs er, að einni af tilraunastöðvun-
um verði falið að annast aðalkalrannsóknirnar. Vænt-