Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 238
232
BUNADARRIT
ið við niÖurstöður fyrri sýninga af fyrrgreindum ástæð-
um. Ekkert naut lilaut I. verölaun á sýningunum nú, en
af 20 sýndum hlutu 13 II. verðlauna viðurkenningu og
7 enga.
Litur, önnur einkenni, útlitsdómur og brjóstummál
I töflu II er birt litarlýsing kúnna, livort þær eru hyrnd-
ar, liníflóttar eða kollóttar og brjóstummál þeirra, eins
og það var í hverju félagi. Töldust 193 einlitar eða 55,0%,
en 158 livítar að einhverju leyti, og eru þær skráðar
skjöldóttar í töflunni. Rauði liturinn er hlutfallslega al-
gengastur, og voru 154 kýr rauðar og rauðskjöldóttar eða
43,9%. Er svo um land allt, og liefur rauðum kúm fjölg-
að á undanförnum árum, þegar miðað er við lit kx'ia, sem
sýndar eru á nautgripasýningum. Svarti liturinn var næst
algengastur, og voru 20,8% af kúnum svartar og svart-
skjöldóttar, 12,8% hröndóttar og brandskjöldóttar, 12,0%
kolóttar og kolskjöldóttar, 8,8% gráar og gráskjöldóttar
(þar af 12 kýr í sægráum lit) og 1,7% hvítar eða grön-
óttar. Ellefu nautanna, er voru sýnd, voru einlit, en liin
níu að einhverju leyti skjöldótt.
Af sýndum kúm voru 6,8% liyrndar, 16,0% hníflóttar
og 77,2% alkollóttar. Af sýndum nautum voru 16 kollótt
og 4 hníflótt, þar af eitt stórhníflótt.
Fyrir byggingu hlutu I. verðlauna kýrnar 80,6 stig að
meðaltali, og er það mjög góður útlitsdómur, og betri en
verið liefur á sýningum áður.
Annarra verðlauna kýr hlutu að meðaltali 79,0 stig,
III. verðlauna kýr 78,4 stig, og þær, sem enga viðurkeim-
ingu hlutu, 75,7 stig, en það voru mestmegnis kvígur,
nýbomar að 1. kálfi, og höfðu þar af leiðandi ekki náð
fullum þroska. Meðalstigafjöldi allra sýndra kúa fyrir
byggingu var 79,1, og eru það mun fleiri stig en á næstu
8ýningu áður 1962, en þá var meðaltalið 75,2. Ber að
hafa liugfast, að á sýningunum nú var aðeins sýnt úrval
eldri kúnna og álitlegar ungar kýr og kvígur, flestar