Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 260
254
BUNAÐARRIT
Félagið á nú mjög vel ættað naut, Skutul V92, son Ey-
firðings V37 og Þoku 23, Tungu neðri, Skutulsfirði, dótt-
ur heiðursverðlauna kýrinnar Skottu 7, sama stað.
Að þessu sinni lilaut engin kýr I. verðlaun í Nf. Mýra-
hrepps. Hefur dregið mjög úr starfsemi félagsins, enda
hefur hún átt óliægt um vik, og félagssvæðið mjög klofið.
Margir álitlegir gripir eru í eigu félagsmanna, og bar
mest á dætrum Álfs V38. Þrjú naut voru sýnd, og hlutu
tvö þeirra II. verðl. viðurkenningu, Skutull V89 og Sóti
V95, og eru báðir synir Eyfirðings V37.
Sýningin í Mosvallalireppi var mjög vel undirbúin og
tilhögun hennar til fyrirmyndar. Fimm kýr hlutu I. verð-
laun, og voru 3 þeirra dætur Suðra VI, en hinar dælur
Brands, er var lengi notaður í félaginu, en lilaut aldrei
viðurkenningu vegna þess, að ónógar upplýsingar voru
um ætt hans. Brandur var sonur nauts, er nefndist Busi
og var frá Seljalandsbúinu í Skutulsfirði, en móðir lians
var Rauð 4 frá Flateyri, er seinna var í Hjarðardal. Alls
voru sýndar 10 dætur Brands, og voru þær flestar álitleg-
ar kýr og góðar í mjöltun. Fimm dætur Suðra VI voru
sýndar, en þær týna nú tölunni sökum aldurs. Ein dóttir
Suðra vakti atliygli á sýningunni, en það var Brynja 25,
Hjarðardal innri. Hlaut hún 84,0 stig fyrir byggingu og
I. verðlaun eins og á sýningunni 1962. Brynja 25 er vel
byggð kýr, en júgrið er nokkuð farið að gefa sig. Með
henni voru sýndar 3 dætur og ein dótturdóttir. Hlaut
ein þeirra I. verðlaun. Félagið sýndi 3 naut, og liöfðu
tvö þeirra verið sýnd áður og lilotið II. verðl. viðurkenn-
ingu eins og nú, Rauður V79 og Dvergur V39, er var
kevptur vir Súðavíkurlireppi í ágúst 1962. Þriðja nautið,
er sýnt var, hlaut einnig II. verðlaun, Skutull V91. Á
sýningunni komu fram eindregnar óskir um, að lögð yrðu
drög að því að fá nýtt blóð í kúastofninn með því að
útvega nautkálf óskyldan stofninum. Hefur verið getið
um það hér að framan í kaflanum um nautastofninn. Á
árinu 1967 fékk félagið nautkálf frá Staðarlióli í Aðal-