Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 264
258
BÚNAÐARRIT
um bundið fyrir félagsmenn, að sem flestir geti notað
kynbótanaut félagsins. Hafa bændur því notað sín eigin
naut og þá ekki ætíð vandað nægilega til nautahaldsins.
Félagsmenn eiga nokkrar álitlegar kýr, og getur naut-
griparæktin eflzt, ef unnt reynist að sigrast á þeim örð-
ugleikum, er standa félagsstarfinu fyrir þrifum. Þrjú
naut voru sýnd, og hlaut eitt þeirra, ICrummi V94, II.
verðlauna viðurkenningu.
Strandasýsla
Nf. Kirkjubúlshrepps. Á sýningunni að Kirkjubóli, sem
var vel undirbúin, svo sem venja er þar, sýndu 10 kýr-
eigendur 14 kýr. Hlutu 6 kýmar I. verðlaun og hinar 8
n. verðlaun. Vora 3 af kúnum undan Hrútf jörð II V45,
syni Kols V7 og Lukku 4 á Kolbeinsá í Bæjarhreppi.
Fimm kýr voru sýndar undan Gretti frá Miila í Isafirði,
sem var ekki viðurkenndur. Meðalnyt í félaginu er há,
þótt kjamfóðurgjöf sé stillt mjög í lióf. Félagið sýndi
eitt naut, Vestra V99, frá Seljalandsbúinu á Isafirði,
undan Eyfirðingi V37 og Rauð 5. Hlaut þessi vel ættaði
gripur II. verðlaun.
Nf. Bœjarhrepps. Þetta félag hefur lengi starfað í
tveimur deildum, yztu deild og miðdeild, og meira að
segja var stofnað til þriðju deildarinnar, Nf. Hrútfirð-
inga, fyrir innstu hluta hreppanna tveggja fyrir botni
fjarðarins, Bæjarhrepps og Staðarhrepps. Starfsemi
deildanna hefur verið aðskilin, þótt kúastofninn liafi
verið skyldur, einkum meðan Búi frá Laugum og naut út
af honum vora notuð. Að þessu sinni voru sýndar í mið-
deild aðeins 6 kýr frá tveimur eigendum, og hlaut 1 I.
verðlaun. Tvö naut vora sýnd á vegum deildarinnar, og
lilaut annað þeirra, Ljómi V96, II. verðlaun. Er hann
aðfenginn frá Hömram í Reykdælahreppi, en faðir hans
þekkt I. verðlauna naut á sæðingarstöð Eyfirðinga, Þeli
N86.