Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 270
264
BÚNAWARRIT
3, Sómi N148, sonur Fylkis N88 og Auðhumlu 51 á Bú-
fjárræktarstöðinni á Lundi, sjá Búnaðarrit 1966, bls. 490.
Sýndar voru 30 dætur Sóma að Ártúni í Ljósavatns-
lireppi, og vora þær frá 6 býlum í yzta liluta hreppsins.
Yoru 12 þeirra kolóttar og kolskjöldóttar, 10 svartar og
svartskjöklóttar og 8 gráar og gráskjöldóttar. Voru 19
kollóttar, en 11 hníflótt'ar, flestar með mjög smáa hnífla.
Dætur Sóma hafa lögulegan haus, húð í meðallagi þykka
og ójafna yfirlínu. Útlögur eni fremur góðar og bolur vel
djúpur. Malir eru afturdregnar, liallandi á nokkrum. Fót-
staða er fremur veik, en virðist stundum lagast með aldr-
inum. Júgur eru í meðallagi stór og falla vel saman. Júg-
urlag er slæmt, of stutt og sítt. Spenar eru grannir á
mörgum systranna, misstórir, og alltof stutt bil er milli
fram- og afturspena. Yfirleitt er gott að mjólka dætur
Sóma, þó em sumar þeirra ívið seigmjólka. Þetta eru
langar, þroskamiklar kýr. Var meðaltal brjóstummáls
174 cm, en fyrir byggingu hlutu þær aðeins 73,6 stig, og
var það hið afleita spena- og júgurlag, sem dró meðal-
talið niður.
Þegar sýningin var haldin, hafði um helmingur sýndra
dætra Sóma borið að 2. kálfi, en hinar að 1. kálfi. Tekn-
ar liöfðu verið saman afurðir 15 dætra lians, sem lokið
höfðu 1. mjólkurskeiði (43 vikur). Höfðu þær að meðal-
tali komizt í 15,9 kg hæsta dagsnyt og mjólkað 3118 kg
með 4,17% mjólkurfitu eða 13002 fe. Vom þær í 4,8 kg
meðalnyt, er mjólkurskeiðinu lauk.
Enginn vafi er á því, að þessar kvígur hafa mikla af-
urðagetu, bæði að magni og kosti, enda standa að
Sóma miklir afurðagripir. Það vom því mikil vonbrigði,
að júgur og spenalag var stórgallað. Að vísu hefur
Sómi sjálfur fremur granna, útstæða og langa spena og
stult milli fram- og afturspena, en ekki var þó ástæða
að ætla, að svo illa tækist til um erfðir í þessu tilliti
sem raun varð á. Af þessum sökum lilaut Sómi ekki við-
urkenningu sem I. verðlauna naut. Sú ákvörðun er eitt-