Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 160
154
BÚNA0ARRIT
Um almennar upplýsingar varðandi þennan sjúkdóm
leyfi ég mér a3 vísa til greinar, sem ég skrifaði í bún-
aðarblaðið Frey, 63. árg., nr. 8, 1967.
Eins og kunnugt er, varð þessa sjúkdóms vart vetur-
inn 1966—1967 á 9 býlum alls, þ. e. Syðri-Grund og S.-
Grýtubakka í Grýtubakkalireppi, Holtsseli, Finnastöð-
um, Árbæ, Ytra-Felli, Hólsliúsum, Grund I og Grund II
í Hrafnagilslireppi.
Á flestum þessara bæja varð sjúkdómsins vart haustið
1966, en á S.-Grýtubakka og Ytra-Felli kom liann fram
•síðari liluta vetrar 1967. Smitið virtist eftir því sem næst
verður komizt liafa átt upptök sín í kúm að Grund I,
■en dreifzt þaðan við samgang gripa í sumarhögum. Út
í Höfðabverfi barst sjúkdómurinn með kúm, sem keypt-
ar voru frá Grund II um haustið 1966, áður en vitað var,
bvers kyns sjúkdómur væri bér á ferð.
Seint í apríl 1967 tók bóndinn á Grund II eftir smá-
skellum á bnakka á tveim kindum í fjárhúsi, þar sem
kálfar haldnir hringskyrfi höfðu verið geynidir. Við nán-
ari rannsókn kom í Ijós, að bér var um að ræða smit
með sömu sveppategund og áður bafði fundizt á natit-
gripum, Tricliophyton verrucosum. Ekki fundust útbrot
á fleira fé á Grund.
Að Hólshúsum sáust nokkru síðar smávægileg útbrot
á eyrum á nokkrum kindum. Lék grunur á, að liér
kynni að vera um hringskyrfi að ræða. Ekki var liægt
að staðfesta, að sveppir væru orsök að útbrotum þessum.
Við rúning mun ekki liafa orðið vart við frekari útbrot,
•og er öllu fé frá þessum bæjum var slátrað Iiaustið 1967,
fundust engin útbrot, og eigi var bægt að rækta tricho-
pbyton-sveppi úr kindum þeim tveim, sem sjúkar böfðu
verið um vorið.
HaustiS 1967 fundust óveruleg útbrot á 4 lirossum að
Holtsseli. Voru þetta litlir, hárlausir blettir án veru-
legrar bólgu, og ekki fylgdi þeim neinn kláði, að því er
séð varð, og virtust blettirnir ætla að liárgast fljótt. Út-