Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 59
SKYRSLUK STARFSMANNA
53
Gúrkumagn S. F. G. var aftur á móti 21 þús. stykkjum
niinna en árið 1966, eða alls 372 þús. slykki, og um nokk-
urn tíma í júní-júlí fullnægði gúrkuframleiðslan ekki
eftirspum. Mun flatarmál gróðurhúsa með gúrkum liafa
dregizt smávegis saman á kostnað tómata og blóma. Má
jafnvel búast við, að það þenjist eitthvað tit á ný á næsta
ári, því að útkoman lijá framleiðendum, sem liöfðu gúrk-
ur, var hagstæðari en lijá þeim, sem liöfðu tómata. Sala
tómata gekk fremur treglega á köflum, eða þegar upp-
skerutoppar mynduðust, en slíka toppa er erfitt að fyrir-
byggja með öllu, þó að lmgsanlegt væri, að draga mætti
eitthvað þar úr með allsherjar skipulagningu ræktunar-
innar. Hefur mál þetta verið nokkuð til umræðu á fund-
um lijá Sölufélagi garðyrkjumanna, en er þó ekki til
lykta leitt enn sem komið er.
Blómaframleiðslan naut einnig góðs af mikilli birtu.
Um heildarframleiðslumagn blóma er lítið vitað, því að
salan er á mörgum liöndum, og ómögulegt virðist að fá
öruggar upplýsingar. Teljandi tregðu mun lítið sem ekk-
ert hafa gætl í sölu blóma, ef undan eru skihlir þeir mán-
uðir, sem flestir taka sér orlof, en þá er venjulega mikil
deyfð í hlómakaupum Iijá almenningi. Hafa flestir blóma-
framleiðendur smárn saman reynt að hagræða ræktun
sinni, að svo miklu leyti, sem liægt er að koma því við,
eftir þessu. Þeir fjárliagslegu erfiðleikar, sem þjóðin á nú
við að etja, valda því, að farið er að gæta nokkurs uggs
meðal blómaframleiðenda vegna minnkandi kaupgetu,
sem nokkurn veginn er víst, að komi ekki síður niður á
blómum en annarri vöru, sem ekki er beinlínis litið á
sem nauðsynjavöru. Verður að vona, að liagur almenn-
ings glæðist fl jótlega á ný, svo að byrlega geti blásið fyrir
þessum þætti gróðurhúsaræklunar.
Ferðalög og aðstoð við garðyrkjubændur
Starf mitt á árinu var með svipuðum hætti og undanfarin
ár, en meginviðfangsefni mín hafa verið tvíþætt eins og