Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 131
SKYRSLUR STARFSMANNA
125
varð árangur ferðarinnar minni en búast hefði mátt við
í sœmilegu sumri, enda var norðanátt og algerlega úr-
komulaust í 6—7 vikur eftir sáningu. Óliagstæðrar veðr-
áttu má alltaf vænta á öræfum, og reyndar er þessi ár-
angur ferðarinnar aukaatriði. Það, sem mestu máli skiptir,
er áhugi sá og eftirtekt, sem liún vakti, bæði á því vanda-
ináli, sem gróðureyðingin er, og á mögulegri þátttöku al-
mennings í baráttunni gegn lienni.
Þetta var eitt af málunum á aðalfundi Ungmennafélags
Islands á Þingvöllum sl. haust, og var samþykkt að vinna
að því að gera landgræðslu að einu af aðalharáttumálum
félagsins.
önnur samtök, t. d. Lionslireyfingin, liafa veitt þessu
máli lið, og mörg önnur liafa boðið þátttöku sína, þar á
meðal Æskulýðssamband íslands.
Sá áhugi, sem komið liefur fram á þessu máli, er óvana-
legur, og mér sýnist, að auðvelt sé að gera liann að þjóð-
legri vakningu, sé rétt á málum lialdið og þeim fylgt
eftir. En verði það ekki gert, er liætta á, að áhuginn dofni
í þessu máli sem öðrum. Landgræðsla ríkisins má því
livorki horfa í fjármagn né tíma í þessum tilgangi. Það
fé kemur margfalt aftur í ólaunuðum dagsverkum í
sjálfhoðavinnu og jafnvel í beinum fjárframlögum al-
mennings á einn eða annan hátt.
4. Önnur störf vegna gróðurverndar
Erfitt er að aðgreina að fullu, hvað af sumarstörfum mín-
um telst til rannsókna við Rannsóknastofnun landbúnað-
arins og framkvæmda fyrir Landgræðslu ríkisins, og verð-
ur það ekki reynt hér. Þess má aðeins geta, að landsvæði
það, sem sáð var í og borið á á Kili, var girt af aðstoðar-
mönnum mínum á kostnað Landgræðslunnar. Ég liafði
engin önnur afskipti af framkvæmdum við að bæta
beitilönd með áburði eða á annan hátt, nema úðun lyfja
til lyngeyðingar á 30—40 lia svæði í Kelduhverfi.
24. 1. 1968, Ingvi Þorsteinsson.