Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 154
148
BÚNAÐARRIT
vinnu við Stéttarsamband bænda, o" leita um það sam-
starfs við Samband íslenzkra sveitarfélaga.
GreinargerS:
Á undanförnum árum hefur nokkuð verið rætt um nauð-
syn þess að tryggja nægan forða af brýnustu nauðsynja-
vörum í þeim landslilutum, sem siglingar geta lokazt til
af völdum liafíss.
Raunhæfar lirbætur hafa þó ekki enn verið gerðar á
þessu sviði, nema það, að Seðlabankinn hefur beitið 28
millj. króna láni í vetur til greiðslu á 55% af kaupverði
10 þús. tn. kjarnfóðurs fyrir Norðurland.
Engum getur dulizt, live alvarlegt ástand mundi skap-
ast, ef skortur yrði á þeim vörum, sem ekki verða flutt-
ar landveg, nema að mjög takmörkuðu leyti og þá með
ærnum kostnaði. Skortur á olíum hefði m. a. þær afleið-
ingar, að raforkuframleiðsla stöðvaðist, þar sem diesel-
stöðvar eru aðalorkuverin. Uppliitun liúsa yrði erfið og
lítt framkvæmanleg í stórum stíl. Samgöngur á landi
stöðvuðust, svo og allur atvinnurekstur, sem liáður er
olíunotkun og raforku, þar sem raforkuverin nota olíu
sem aflgjafa. Þetta mundi valda almennu atvinnuleysi
og hnekkja stórlega efnaliagslegri afkomu fólksins í
þeim landslilutum, sem þannig yrðu úti. Skortur á fóður-
vörum mundi valda slíkri rýrnun á afurðum búfénaðar
bænda, að undir því yrði tæpast risið.
Þetta mál snertir því ekki einstöku stéttir þjóðfélags-
ins, né einstaka landsliluta. Hér er fyrst og fremst um
vandamál að ræða, sem snertir þjóðina alla, þótt einstak-
ir landshlutar geti orðið mishart úti.
Þar sem fjármagn er undirstaða þess, að liægt verði
að skapa þá sjálfsögðu tryggingu, sem birgðir lífsnauð-
synja eru í þessum landslilutum, og mál þetta varðar
þjóðina alla, er fullkoinlega eðlilegt og raunbæft, að
leita til æðslu peningastofnunar landsins — Seðlabanka
Islands — um fjárliagslega lausn þess. En sú lausn fæst