Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 298
292 BÚNAÐARRIT 1 2 3 4
B. MóSir: FjárprúS* 103, 6 v 78.0 96.0 21.0 128
Synir: Óðinn, 2 v., II. v 83.0 98.0 24.0 129
hrútl., tvíl 45.0 80.0 19.5 119
Dætur: 2 ær, 2-3 v., tvil 80.5 98.0 21.0 130
gimbrarl., tvíl 42.0 79.0 19.0 118
C. MóSir: Glókolla* 293, 10 v 62.0 90.0 19.0 125
Synir: Glói, 1 v., I. v 86.0 105.0 23.0 137
lirútl., einl 50.0 82.0 19.5 120
Dætur: 3 ær, 4-6 v., tvíl 66.3 93.0 20.0 127
A. Mjallhvít 683, eigandi Guðm. P. Valgeirsson, Bæ, f.
Svanur 9, m. Grákolla 272, er livít, kollótt, ljósígul á
haus og fótum, ullin livít og góð. Höfuðið er þróttlegt,
útlögur góðar og holdfylling afbragðs góð. Fætur og fót-
staða afbragð. Afkvæmin eru hvít, nema tvö svört, koll-
ótt, gul eða ljósígul á liaus og fótum, ullin mikil og góð.
Þau eru bollöng, bakið sterkt og holdfylling afbragðs
góð. Fullorðni hrúturinn, Nökkvi, fékk II. verðlaun fyrir
afkvæmi og lieiðursverðlaun á liéraðssýningunni. Dæt-
umar em frjósamar afurðaær og gimhrarlambið ágætt
ærefni. Mjallhvít hefur reynzt frjósöin afurðaær og
lirútamóðir.
Mjallhvít 683 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
B. Fjárprúö 103, eigandi Guð'm. P. Valgeirsson, Bæ, f.
Svanur 9, m. Bylgja 268, er hvít, kollótt, ljósígul á liaus
og fótum, höfuðið breitt og þróttlegt, bolurinn sívalur og
rýmismikill og holdfylling afbragðs góð. Afkvæmin eru
hvít, nema eitt svart, kollótt, Ijósígul á liaus og fótum
og sum gul í hnakka. Hrúturinn er eðlisgóð kind, en hef-
ur tæplega fengið nógu gott uppeldi. Önnur ærin falleg
og virkjamikil og háðar dæturnar frjósamar og líklegar
afurðaær. Hrútlambið er álitlegt hrútsefni og gimbrar-
lambið holdmikið, en gallað á framfótum.
FjárprúS 103 halut III. ver&laun fyrir afkvœmi.