Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 293
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
287
A. Eifeig 41, eigandi Guðjón Jónsson, Gestsstöðum, f.
Atli 67, m. Prúð 8. Eifeig er smávaxin, gul á liaus og fót-
um. Afkvæmin eru gul eða ljósgul á haus og fótum með
mikla og allgóða ull. Fullorðni hrúturinn er góður I.
verðlauna hrútur, en lamhhrúturinn tæplega lirútsefni.
Dæturnar útlögumiklar og gerðarlegar. Frjósemi Eifeig-
ar og afkvæma tæplega nógu mikil, en mjólkurlagni góð.
Kynfesta mikil.
Eifeig 41 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Þóra 80, eigandi Árni Daníelsson, Tröllatungu, f.
Baldur 95, m. Tóta 38, er hvít, kollótt, gul á liaus og
fótum, smávaxin og þéttbyggð. Afkvæmin eru livít, koll-
ótt, sum gul í hnakka, fótstaða góð og fætur sterklegir.
Bjartur fékk I. lieiðursverðlaun á liéraðssýningunni í
Strandasýslu haustið 1966. Dæturnar myndarlegar, önn-
ur veturgamla ærin afbragð. Lambhrúturinn hrútsefni.
Þóra hefur nær alltaf átt tvö lömb og alltaf væn.
Þóra 80 hlaut I. ver&laun fyrir afkvœmi.
C. Gyðja 94, eigandi Sigurgeir Guðbrandsson, Heydalsá,
var sýnd með afkvæmum 1964, sjá 78. árg., bls. 418.
Gyðja er orðin 10 vetra, en skilaði þó tveimur sæmilega
vænum lömbum, en Iiún liefur oftast verið tvílembd og
skilað vænum lömbum. Dæturnar eru frjósamar afurða-
ær og Sólon, sonur liennar, hlaut II. verðlaun fyrir af-
kvæmi í liaust.
GySja 94 hlaut öSru sinni I. verSlaun fyrir afkvœmi.
D. Hnellin 150, eigandi Sigurgeir Guðbrandsson, Hey-
dalsá, var sýnd með afkvæmum 1964, sjá 78. árg., bls.
418. Hnellin Iiefur reynzt liappadrjúg afurðaær og frjó-
söm.
Hnellin hlaut nú I. verSlaun fyrir afkvœmi.
E. Harka 103, eigandi Bragi Guðbrandsson, Heydalsá,
hefur tvívegis áður verið sýnd með afkvæmum, sjá