Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 78
72
BÚNAÐAR RIT
Þá eru í uppeldi frá því í maí 1967 þrír afkvæmaliópar,
þ. e. 9 undan Klafa S321, 10 undan Haka S323 og 10
undan Þokka S234.“
Búslofn og framkvœmdir á Lundi. í árslok voru á fó3r-
um á Lundi og Rangárvöllum 16 búskýr, 32 kvígur í af-
kvæmarannsókn (1. mjólkurskeið), 40 kvígur á 2. og 41
á 1. ári auk 18 nauta á sæðingarstöðinni, alls 147 naut-
gripir. Svínaeign var á sama tíma 40 gyltur, 3 geltir og 356
grísir á ýmsum aldri. S. 1. haust voru keypt um 130 svín,
og kemur því fram veruleg aukning frá fyrra ári. Haldið
var áfram byggingu svínahúss á Rangárvöllum, og standa
vonir til þess, að bægt verði að flytja svínabx'iið þangað
frá Grísabóli næsta vor, en íbúðahverfi nær nú orðið
þangað. Sáð var grasfræi í 4 ha lands og annað eins
brotið.
Bústofn og framkvœmdir í Laugardœlum. 1 árslok voru
á fóðram í Laugardælum 53 búskýr, 45 kýr að 1. og 2.
kálfi í afkvæmarannsókn, 30 kvígur á 2. ári, 30 kvígu-
kálfar og 4 uxar á 1. og 2. ári auk 32 nauta á Kynbóta-
stöðinni í Þorleifskoti, alls 194 nautgripir. Svínaeign var
þá 11 gyltur, 1 göltur og 117 grísir. Hross voru 42 og
liænsni 500. Ungað var út um 12 þús. hænuungum á ár-
inu og þeir seldir víðs vegar um Suðurland. Búvélakost-
ur var bættur. Sáð var gi-asfræi í 3 ha lands, fóðurkáli
í 5 ha, og 3 ba vora búnir undir ræktun. Grafnir voru
49340 m3 af opnum skurðum og 35 km af lokræsum.
Tilraunir. Á vegum Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins var txndirbúningur hafinn að því að endurtaka í
Laugardælum tilraun með grasmjöl, og átti framkvæmd
hennar í stórum dráttum að vera hin sama og í fyrri til-
raun, en stefna að því, að kýrnar ætu meira af lieyfóðri.
Reyndin varð hins vegar sxi, að kýrnar átu mjög lítið af
bevi með þeim fóðurblöndum, sem gefnar voru, og lækk-
uðu í nyt, svo að sýnt þótti, að ekki yrði hægt að leggja
stærðfræðilegt mat á niðurstöður, en til að fá fram raun-
liæfan mismun, ef um er að ræða, þarf meðalnyt að vera