Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 218
212
BUNAÐARRIT
spara með því heyin, svo að þau entust fram úr, livernig
sem veðráttan yrði. Allir útreikningar sýndu, að þessi að-
ferð vœri hagfræðilega rétt, svo framarlega sem að liægt
væri að útvega kjarnfóðrið í tæka tíð, vel væri á Jiví
lialdið og engin mistök eða úthaldsleysi ættu sér stað í
fóðrun fénaðarins. Þessi stefna varð ofan á. Uppeldis-
styrkurinn fékk ekki hljómgrunn lijá meiri liluta Harð-
ærisnefndar eða valdhöfum. Búnaðarfélag Islands brýndi
mjög fyrir bændum að Jiafa ásetning tryggan og fara J)il
Iieggja, fækka nokkuð, Jiótt ekki fengist uppeldisstyrk-
ur, en treysta einnig mjög á kjarnfóðurgjöf og tryggja
sér kjarnfóðrið í tíma. Bændur, sem verst voru settir með
liey, liafa sjálfir keypt mikið magn af lieyi og lieyköggl-
um. Verð á Jiví var yfirleitt sanngjarnt, og má þakka
það tvennu, liinu Jága verði á kjarnfóðri s. 1. liaust og
því, að Samliand ísl. samvinnufélaga hafði til sölu mikið
magn af lieyi á Hvolsvelli og stillti verði á J)ví í hóf.
Harðærisnefndin lagði álierzlu á, að bændur eða fyrir-
tæki þeirra keyptu heyin, semdu um flutninga á Jieim
og fengju þau flutt landleiðis, áður en vegir yrðu ófærir,
en liét nokkru framlagi upp í kostnað við flutninga.
Gafst Jietta vel. Heyið, sem bændur keyptu, komst til
kaupenda með hóflegum flutningskostnaði.
Með gengislækkuninni í nóvember syrti mjög í álinn
fyrir þeim bændum, sem ákveðið Iiöfðu að fleyta fén-
aði sínum að verulegu leyti á kjarnfóðri. Nokkuð bætti
þó úr, að Bjargráðasjóðslánin voru hækkuð um 25% eins
og áður getur.
Fyrir milligöngu Búnaðarfélags Islands og Stéttarsam-
bands bænda veitti Seðlabanki Islands liækkun á afurða-
lánum að uppliæð 30 milljónir króna til bænda á Norð-
ur- og Norðausturlandi, til að liægt væri að kaupa nægar
fóðurhirgðir í tæka tíð á aðal hafísliættusvæðinu.
Vonandi komast bændur sæmilega fram úr J)eim mikla
vanda, sem við þeim blasir. Fyrsta og síðasta skylda
Jieirra er að sjá fénaði öllum farborða til vors, hvort