Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 267
NAUTGRIPASÝNINGAR
261
hallandi malir, en nokkuð jafnar, o<; beina fótstöðu.
Flestar þeirra liafa miklar útlögur og fremur djúpan
bol. Þær liafa sæmilega stór júgur, vel löguð, en nokkr-
ar eru þó með útstæða spena. Mjöltun er fremur góð.
Ein var með stóran millispena, en það var sagt koma fyr-
ir í ætt móður liennar. Þá var skýrt frá því, að ein dóttir
Ásbrands í annarri sveit væri með samgróna fram- og
afturspena öðrum megin. Fyrir byggingu blaut þessi
systraliópur að meðaltali 77,2 stig, og meðaltal brjóst-
ummáls var 179 cm. Þessar 7 dætur, sem allar eru á sama
bænum, hafa reynzt vel, en liafa verður það í liuga, að
liáar afurðir eru á Jiessu búi. Að 1. kálfi liöfðu þær kom-
izt í 17,1 kg hæsta dagsnyt og mjólkað til jafnaðar á
36 vikum fyrsta ársbrots 2719 kg með 3,89% mjólkurfitu
eða 10577 fe. Að 2. kálfi böfðu 6 þeirra komizt í 18,9 kg
liæsta dagsnyt að meðaltali og liöfðu fyrsta heila skýrslu-
árið mjólkað 3553 kg með 3.92% mjólkurfitu eða 13928
fe, og 5 liöfðu að 3. kálfi komizt í 22,0 kg og mjólkað á
því skýrsluári að meðaltali 3581 kg með 3,85% mjólkur-
fitu eða 13787 fe. Þessar niðurstöður ná til ársloka 1965,
og eru því nokkru fyllri lieimildir en þær, sem lágu
fyrir, þegar bópurinn var skoðaður.
2. Samband nautgriparræktarfélaga Eyjafjarðar
Óskað var eftir afkvæmasýningum á tveimur nautum í
Eyjafirði, sem áttu dætur víðs vegar í liéraðinu, er höfðu
ekki verið í afkvæmarannsókn á Lundi. Fóru sýningar
þessar frarn 6. sept., og verður þeirra nú getið nánar.
1. Flóki N143, sonur Galta N106 og Perlu 14, Kristins
Sigmundssonar, Arnarhóli í öngulsstaðalireppi, var sýnd-
ur ásamt 12 dætrum sínum. Flestar þeirra voru sýndar
að St.-Dunliaga, nokkrar að Þverá í Skíðadal og ein að
Finnastöðum. Af þeim voru 4 rauðar og rauðskjöldóttar,
3 gráar, 2 sægráar, 2 svartar og svartskjöldóttar og 1 kol-
ótt. Allar voru kollóttar. Þær liafa grannbyggöan liaus,
flestar beinan brygg og djúpan bol, en útlögur í meðal-