Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 258
252
BÚNAÐARRIT
Reyðar 351. Þessar kvígur voru vel lagaðar, en stór ókost-
ur við þær var klofin júgur og grófir spenar, og vísuðu
afturspenar fram á við. Nokkrar af kúnum voru aðfengn-
ar úr Bæjarhreppi í Strandasýslu.
1 Fellsstrandarhreppi voru sýndar 15 kýr frá 4 eigend-
um, og hlaut ein þeirra I. verðlaun. Var hún frá Hvann-
eyri, dótturdóttir Freys frá Hesti. Fleiri kýr voru undan
aðfengnum nautum úr Borgarfirði og víðar, og gætir þar
eitthvað kynbóta frá Hvanneyri. Þokkalegar kvígur voru
sýndar undan Þrándi frá Lyngholti í Melasveit, sem
var sonur Frosta V83 og Auðhumlu 13. Á Breiðabólsstað
hafði verið naut undan Krumma V66 og Hjálmu 1 í
Tungu neðri í Skutulsfirði, sem síðar varð metkýr, sjá
hls. 255. Var naut þetta nefnt Hjálmur. Var liann fædd-
ur 10. febrúar 1963. Undan Hjálmi var settur á naut-
kálfur, sem einnig var fallinn, og kvíga, sem lifir.
Eins og sést á þessu yfirliti um sýningar í Dalasýslu,
hafa verið fengnir kynbótagripir víða að, þaðan sem
ræktun hefur verið stunduð. Auk áhrifa frá Hvanneyri
og úr Bæjarlireppi hefur þeirra gætt úr Geiradal og
víðar af Vestfjörðum.
Þótt enn gangi stirðlega með nautgriparæktarstarfsem-
ina í Dalasýslu, þá liafa orðið þar breytingar í seinni tíð,
sem ættu að stuðla að auknu skýrsluhaldi. Hin nýju félög
voru stofnuð, eftir að búnaðarsambandið réð sér héraðs-
ráðunaut. Stofnun mjólkurbúsins í Búðardal og aukin
mjólkurframleiðsla ætti að verða Dalamönnum livatning
til þess að liafa þessa búgrein í sem heztu lagi, og loks
voru nautgripasæðingar teknar upp við stofnun Búfjár-
ræktarstöðvar Vesturlands á Hvanncyri. Ríður nú á því,
að skýrsluhald verði aukið um leið og sæðingum fjölgar
og kúabændur í Dalasýslu leggi fram sinn skerf í naut-
griparæktarstarfsemi landsmanna með því að gerast virk-
ir þátttakendur í henni.