Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 214
208
BÚNAÐARRIT
forðagæzluskýrslna: Nautgripir 54.530, þar af kýr 38.918,
sauðfé 848.042, þar af 714.736 ær, liross 35.490, geitur
163, svín fullorðin 446, hænsni 120.262 og endur og gæsir
688. Nautgripum liafði fækkað um 5.013 eða 8,4%, en
kúm 7,8%, sauðfé fjölgaði aðeins um 1337 kindur, en án-
um fjölgaði þó um 16.098, en hrossum fjölgaði um 1.401
eða 4,1%. Hænsnum fjölgaði um 28%, stafar það líklega
að einhverju leyti af betra framtali.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins var innvegin mjólk til mjólkursamlaga á árinu
1967 101.698.061 kg eða 0,22% meira magn en 1966.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði var slátr-
að í sláturhúsum liaustið 1967 859.791 kind, þar af
783.567 dilkum og 76.224 fullorðnu fé. Var nú slátrað
20.073 kindum fleira en liaustið 1966. Slátrað var nú
3650 ám fleira en liaustið 1966. Bendir það til þess, að
fé hafi aðeins fækkað í ár. Heildarmagn kindakjöts, sem
barst til sláturhúsanna, er samkvæmt bráðabirgðayfirliti
Framleiðsluráðs 12.636.055 kg, sem er um 762 smálestum
meira en 1966, eða 6,4%. Þetta er veruleg framleiðslu-
aukning, og mun aðeins að litlu leyti orsakast af fjár-
fækkun. Ekki liggur þó enn fyrir, hve mikil fækkunin er.
Meðalfallþungi dilka á landinu í lieild var nú 14,13 kg,
og er það 0,54 kg meiri meðalfallþungi en 1966. Víðast
hvar á landinu voru dilkarnir vænni en 1966. Mestur
var munurinn á Borgarnessvæðinu, 0,97 kg þyngri dilk-
ar en í fyrra, og svo á Norðausturlandi. Aftur á móti voru
dilkar nú léttari á suðausturhluta landsins, t. d. 0,3 kg
léttari í Hornafiröi nú en í fyrra.
Ekki liggja fyrir enn tölur um fjölda slátraðra naut-
gripa og hrossa. Eitthvað færra liefur nú verið slátrað af
nautgripum en 1966.
Að sauðfé náði þeim vænleika sumarið 1967, sem raun
ber vitni um, má þakka eftirfarandi atriðum. I fyrsta lagi
gáfu bændur lambám hey og kjarnfóður fram eftir öllu
vori. Fáir þorðu að sleppa ám eða spara fóður vegna liins