Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 212
206
BÚNADAItKIT
1 öðru lagi yrði sveitarfélögum, þar sem einliverja
bændur vantaði meira en 20—23% á venjulegan hey-
skap, gefinn kostur á lánum úr Bjargráðasjóði, að fjár-
hæð, sem nemur kr. 300 á teningsmetra, sem á vantar
80% venjulegs heyfengs. Var lánsfjárhæðin miðuð við
verð á kjarnfóðri eins og það var í liaust. Af þessu sést,
að bændum var sjálfum ætlað að bera 20% fóðurvönt-
unar án aðstoðar við lánsútvegun, ýmist með því að
fækka fénaði eða útvega sér lán til fóðurkaupa án að-
stoðar Bjargráðasjóðs, ef þeir áttu ekki sparifé að grípa
til. Flestir munu liafa farið liil beggja, fækkað nokkuð,
en líka ætlað sér að kaupa óvenju mikið kjarnfóður.
Slíkt var freistandi vegna hins lága kjarnfóðurverðs s. 1.
haust, enda var ineirihluti Harðærisnefndar þess livetj-
andi, að bændur reyndu að lialda sem mestu af arð-
gæfum búfénaði.
Gengisfellingin og sú verðhækkunaralda, sem lienni
fylgdi, breytti öllu til liins verra. Varð það til þess, að
Harðærisnefnd tók málið til endurskoðunar og lagði til,
að lánin úr Bjargráðasjóði yrðu hækkuð um 25% vegna
gengislækkunarinnar. Var fallizt á þær tillögur. Alls
lánaði Bjargráðasjóður til fóðurkaupa samkvæmt tillög-
um Harðærisnefndar kr. 16.130.000,00 og úthlutaði kr.
1.963.300,00, sem framlagi vegna heyflutninga.
Þá lagði Harðærisnefndin til, að Bjargráðasjóður Is-
lands yrði efldur, til þess að liann gæti framvegis betur
en liingað til staðid undir áföllum vegna uppskerubrests
og annarrar óáranar, sjá bls. 17—18.
Nýræktir spruttu seint og lítið á norðanverðu landinu,
en grænfóður, sérstaklega hafrar, spratt þar að lokuin
víða allvel, og á sunnanverðu landinu spruttu kálakrar
víða vel. Allt bendir til þess, að bændur verði að auka
ræktun einærra jurta, einkum þó á kalsvæðum. Það er
ógerlegt að láta landið liggja arðlaust ár eftir ár.
Kornuppskera var lítil. Flcstir hafa hætt við korn-