Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 152
146
BÚNAÐARRIT
sent frá sér áskoranir nm, að svo verði gert. Hitt mun
þó enn meira áríðandi, að ákvæðum þeirra laga um
fræðsluskyldu barna og unglinga verði framfylgt hvar
sem er á landinu. Menntamálaráðuneyti og fræðslumála-
stjóm virðist líta svo á, að frumkvæði um virkni lag-
anna eigi að koma frá sveitarfélögunum sjálfum. Reynsl-
an liefur liins vegar sýnt, að annað tveggja liafa ýmsar
sveitarstjórnir eða skólanefndir sýnt tómlæti um þessi
mál eða að ekki hefur náðst samvinna milli sveitarfélag-
anna um þau, eða að staðið hefur á ríkisvaldinu að veita
fé til þeirra framkvæmda, sem með þarf. Standa málin
þannig nú, að fræðsluskylda unglinga hefur enn ekki
verið framkvæmd í fjölda skólaliverfa, og að barna-
fræðslan er framkvæmd við lélega eða ónóga aðstöðu. Á
þessu þarf að verða breyting nú þegar. Yfirstjórn fræðslu-
málanna þarf að hlutast til um, að sveitarstjórnir og
skólanefndir geri það, sem þeim ber að gera í þessum
efnum, en að sjálfsögðu má ekki standa á ríkisvaldinu
að sínu leyti, svo sem með framlögum til skólamann-
virkja eða annarri útvegun framkvæmdafjár. 1 bili mætti
sums staðar leysa nokkurn vanda, meðan framkvæmdir
standa yfir, með því að koma unglingum í þéttbýlisskóla
og til dvalar á heimilum, en þann kostnaðarauka, sem
yrði af dvöl unglinga þar umfram kostnað í lieimavistar-
skóla, yrðu opinberir aðilar að greiða.
Sjónvarpið nær nú þegar til mjög margra landsmanna,
og líkur eru lil, að það nái innan skamms til þeirra vel
flestra. Það má öllum vera Ijóst, að kennslu sumra
námsgreina a. m. k. ætti að vera miklu auðveldara að
framkvæma í sjónvarpi heldur en í skólum, sem eru
ekki búnir góðum kennslutækjum. Og við heimanám
væri kennsla í sjónvarpi ómetanleg. Námstími barna í
heimavistarskólum er yfirleitt stuttur, og verður þá að
byggja mjög á heimanámi. Af námsgreinum, sem sjálf-
sagt væri að kenna í sjónvarpi, mætti nefna grasafræði,
eðlisfræði og efnafræði. Auðvitað mætti ekki leggja nið-