Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 231
NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGIN
225
kjarnfóðurgjöf. Miðað við tölu félagsmanna og kúaeign
þeirra er Samband nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar
langstærst. Það er cinnig liæst með meðalnyt og fe á
fullmjólkandi kýr og hið annað í röðinni eftir S.-Þingeyj-
arsýslu með meðalnyt árskiia. Nautgriparæktarsambönd-
in tvö á Suðurlandi hafa liæsta mjólkurfitu, 4,10%, en
næst þeim af samböndum er S. N. E. með 4,06%.
Fjöldi árskúa á bvern skýrslulialdara var 14,1 og bafði *
liækkað um 0,8 frá árinu áður. Flestar árskýr á félags-
mann voru í Árnessýslu 17,9, Kjalarnesþingi 17,6 og
Eyjafirði 17,2, en fæstar í Dalasýslu og á Vestfjörðum
5,3, reiknað sameiginlega fyrir þau liéruð.
Alls mjólkuðu 503 kýr 20000 fitueiningar og yfir á
móti 5131 árið áður. Skrá yfir 114 af þessum kúm, sem
mjólkuðu yfir 23000 fe, verður birt í Frey, og eru jafn-
margar kýr í þeim afurðaflokki og árið á undan. Efsta
kýrin á þeirri skrá er Hjálma 1 í Tungu neðri í Skutuls-
firði, dóttir Eyfirðings V37 og Hjálmu 4 á Seljalandsbú-
inu á Isafirði. MjólkaSi liún 7651 kg meS 4,62% mjólk-
urfitu, sem svarar til 35348 fe, og eru þa8 mestu ársafurS-
ir, sem vitaS er um hér á landi, reiknaS í fitueiningum.
Hjálma er löngu kunn fyrir liáar afurðir. Er hennar nán-
ar getið í grein um nautgripasýningar 1966 á bls. 255—
-—256, og vísast til þess.
Alls voru á árinu 57 bú með minnst 10,0 árskýr, sem
liöfðu yfir 4000 kg meðalnyt á árskú. Eru þau skráð í
töflu III og skipt í þrjá flokka eftir stærð, en raðað inn-
an livers stærðarflokks eftir nythæð. Fyrst eru þau bú
talin, þar sem voru yfir 20 árskýr, og eru þau 15 alls. Efst
þeirra er Hrafnagil í Eyjafirði með 4400 kg meðalnyt
eftir 23,3 árskýr. Stærstu búin í þessum flokki eru á sama
sambandssvæði, þ. e. félagsbúið á Möðruvöllum fremri
með 41,9 árskýr og Svalbarð með 38,5 árskýr. Voru þau
einnig stærst í þessurn flokki árið 1965. Af þessum 15
1 Taldar 511 í Búnaðarriti 1967, bls. 292.
15