Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 223
NAUTCRIPARÆKTARFÉLÖGIN
217
Bændur, sem skýrslur lialda í félögunum, voru 964, og
liafð'i fækkað’ um 139 á árinu. Þeir áttu samtals 15477
kýr, sem er 1113 færra en árið áður. Meðalfjöldi kúa á
félagsmann er því 16,1 kýr og hefur aldrei orðið svo hár
áður. Mun það að miklu leyti vera vegna þess, að í þeim
félögum, sem lagzt liafa niður, liefur kúaeign verið lítil.
Skýrslur voru lialdnar yfir 36,8% af kúm landsmanna
miðað við tölu kúa og fenginna kvígna í ársbyrjun. Er
það lægri hlutfallstala en verið hefur um langt skeiö. Nú
hefur verið tekin upp ný flokkun nautgripa, sjá bls. 64
í starfsskýrslu. Miðað við tölu kúa á liaustnóttum var
hundraðstala skýrslufærðra kúa 39,8.
Árin 1963—1965 voru hvert fyrir sig metár í afurð’a-
semi kúnna. Árið 1966 voru meðalafurðir fullmjólkandi
kúa 3578 kg með 4,04% mjólkurfitu, sem verða 14455
fitueiningar, en meðalnyt árskúa 3378 kg. Hefur meðal-
nyt árskúa lækkað um 42 kg og fullmjólkandi kúa um 30
kg, en 49 fe. Hins vegar hækkar mjólkurfitan uni 0,02
miðað við liundraðshluta og liefur aldrei orðið liærri en
nú. Kjarnfóðurgjöf fullmjólkandi kúa var að með’altali
593 kg og hækkaöi um 18 kg frá fyrra ári.
Mjólk var fitumæld úr 8004 fullmjólkandi kúm auk
annarra, og kjarnfóðurgjöf reiknast af 6196. Skýrslur um
lieyfóður og innistöðu eru nær algerlega fallnar niður.
1 töflu 1 er yfirlit yfir starfsemi nautgriparæktarfélag-
anna 1966. Hæstar meðalafurðir miðað við fitueiningar
eftir fullmjólkandi kýr liöfðu þessi 15 félög: Nf. Skutuls-
fjarðar 17581, Nf. Fellslirepps 16771, Nf. Akureyrar
16632, Nf. Skútustaðahrepps 16544, Bf. Svalbarðsstrandar
16266, Nf. Hálshrepps 15976, Nf. öngulsstaðahrepps
15936, Nf. Hrafnagilshrepps 15861, Nf. Búbót, Ásahreppi
15828, Nf. Holtahrepps 15635, Nf. Grímsneshrepps
15633, Bf. Ófeigur, Reykjahreppi 15623, Nf. öxndæla
15610, Nf. Árskógsstrandar 15570 og Nf. Hraungerðis-
hrepps 15540. Hafa mörg þessara félaga staðið lengi í
fremstu röð.