Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 283
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
277
H. Tóta 929 er heimaalin, f. Vatnsfirðingur, Hæli, m.
436 á Hesti. Tóta er livít, kollótt, lmellin og ágætlega
gerð ær, ekki frjósöm, en vel í meðallagi afurðasæl, af-
urðaeinkunn 5.30 stig. Afkvæmin eru livít, kollótt, með
yfirleitt vel hvíta og góða ull, dæturnar frjósamar, en
enn sem komið er ekki afurðamiklar, gimbrarnar snotr-
ar hnyðrur, Tóti góður I. verðlauna hrútur, stóð efstur
af 2 v. lirútum kollóttum á hreppasýningu.
Tóta 929 hlaut II. verölaun fyrir afkvœmi.
I. Menja 960 er vestfirzk, lieimaalin, f. Dofri 47, er lilaut
I. verðlaun fyrir afkvæmi 1960 og 1962, sjá 77. árg., bls.
224, m. 480. Menja er gul, kúpliyrnd, sterkleg og vel gerð
ær, ágætlega frjósöm og vel mjólkurlagin, afurðaeinkunn
560 stig. Afkvæmin eru livít, hyrnd, sum sæmilega hvít í
ull, 3 v. ærin vel gerð, 1 v. ærin ágæt, Kassi mjög góður
I. verðlauna lirútur, talinn annar beztur af 2 v. hrútum
hyrndum á lireppasýningu.
Menja 960 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
J. Geldingshyrna 1137 er heimaalin, f. Víkingur 89, m.
Inga 835. Geldingsliyrna er hvít, liyrnd, gulskotin í ull,
með grannar klaufir, en sköruleg ær, frjósöm og ágætlega
mjólkurlagin, afurðaeinkunn 7.30 stig. Gimbrin er snot-
urt ærefni, en hrútlambið ekki hrútsefni, en kynfesta
er mikil.
Geldingshyrna 1137 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.
K. Dós 1157 er heimaalin, f. Vinur 104, er lilaut I. verð-
laun fyrir afkvæmi 1964 og 1966, sjá 78. árg., bls. 436, m.
Seiling 740. Dós er gul, kúpliyrnd, langvaxin, sterkbyggð
og ágætlega gerð ær, með sterka fætur, en gul á ull,
ágætlega frjósöm og afurðamikil, afurðaeinkunn 6.20
stig. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, vel gerð og ræktarleg.
Dós 1157 lilaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.