Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 282
276
BÚNAÐARRIT
74. árg., bls. 330, m. Hít 485, Hesti. Snjöll er livít, hyrnd,
hörð ær og vel gerð aftur, vel frjósöm og í meðallagi
mjólkurlagin, afurðaeinkunn 5.00 stig. Fimm vetra ærin
er ágæt afurðaær með 6.83 í afurðastig.
Snjöll 730 hlaut II. verölaun fyrir afkvœmi.
E. Gulkúpa 752 er l/4 þingeysk, heimaalin, f. Valur 58,
m. Gála 22. Gulkúpa er sterkbyggð, langvaxin og liörku-
leg ær, með góða fætur, en gula ull, og hefur að meðal-
tali 5.82 í afurðastig. Afkvæmin eru hvít, liyrnd, mörg
hærð í ull, en jafnvaxin og gerðarleg, gimbrin er gott ær-
efni og báðir fullorðnu synirnir góðir I. verðlauna lirút-
ar.
Gulkúpa 752 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
F. Snilld 852 er heimaalin, f. Veggur 70, er lilaut II.
verðlaun fyrir afkvæmi 1962, sjá 77. árg., hls. 224, m.
613. Snilld er hvít, hyrnd, stór og fönguleg ær, með góða
ull, sterka fætur og góða fótstöðu, ágætlega frjósöm og
mjólkurlagin, afurðaeinkunn 6.45 stig. Afkvæmin eru
livít, hyrnd, flest með sæmilega ull, ærnar sterkhyggðar,
frjósamar og í meðallagi afurðasælar, annað gimbrar-
lambið ágætt ærefni, báðir synirnir góðir I. verðlauna
lirútar og stóðu í 1. og 3. sæti lirúta í sínum aldursflokki
á hreppasýningunni.
Snilld 852 hlaut I. verölaun fyrir afkvœmi.
G. KiSa 855 er y2 þingeysk, heimaalin, f. Veggur 70, sem
að framan er getið, m. Harpa 623. Kiða er livít, hyrnd,
með sæmilega vel hvíta og góða ull, sterkbyggð, jafn-
vaxin og ræktarleg, ágætlega frjósöm og afurðamikil,
afurðaeinkunn 7.35 stig. Afkvæmin eru hvít, hyrnd,
nema ein ærin mórauð, þau hvítu flest með góða ull,
æmar í meðallagi afurðasælar, annað hrútlambið not-
liæft hrútsefni. Kiði góður I. verðlauna lirútur, talinn
annar beztur í sínum aldursflokki á hreppasýningu.
KiSa 855 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.