Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 330
324
BÚNAÐAKRIT
hrútur sýningarinnar. Grettir lilaut I. verðlaun fyrir af-
kvæmi á afkvæmasýningu. Hann er framúrskarandi
vænn, prýðilega vel gerður, með mikla og góða ull. Á
sýningunni voru þrír synir Grettis, og hlutu 2 þeirra
heiðursverðlaun og einn I. verðlaun A. Annar hezti lirút-
ur sýningarinnar var Hrani, 3 v., Ársæls Jóliannessonar,
Ytra-Lágafelli. Hann hlaut 86 stig, er heimaalinn, sonur
Fífils og Sníkju. Hrani er prýðilega jafnvaxinn, sterklega
byggður, með ágætt liohlafar. Þriðji bezti var Adam, 2
v., Alexanders Guðbjartssonar, Stakkhamri. Hann hlaut
85 stig, og var liann jafnframt bezli kollótti hrúturinn á
sýningunni. Adam er heimaalinn, sonur Goða frá Bjarn-
arhöfn og Glettu 182. Adam er óvenju vel gerður, en cr
aðeins gulur á ull. Fjórði í röð var Rosi, 2 v., Njáls
Gunnarssonar, Bár. Rosi er sonur Hæls frá Stóru-Reykj-
um í Árnessýslu og Háhyrnu. Hann er framúrskarandi
vænn og vel geröur, með afburða góða frambyggingu.
Fimmti í röð var Spakur, 4 v., Guðmundar Sigurðssonar,
Höfða. Hann er lieimaalinn, sonur Kúða (s. Dvergs á
Leiti) og Frekjukollu. Spakur er glæsilegur einstaklingur
og óvenju þungur af kollóttum lirút að vera, enda bol-
langur. Beztir af 1 vetra hrútum voru Smári Gunnars á
Hjarðarfelli og Kubbur Gísla í Mýrdal, báðir prýðilegir
einstaklingar að gerð og vænleika.
Af lirútum á sýningunni voru 33 hyrndir og 32 kollótt-
ir.
Héraðssýningin var ágætlega sótt alls staðar að úr hér-
aöinu og utan liéraðs. Sýnir það bezt, liversu Snæfelling-
ar sýna og hafa sýnt mikinn áhuga á fjárrækt, enda hef-
ur mikið áunnizt, og árangurinn er ólvíræður. Er ekki
að efa, að Snæfellingar munu vinna af sama áhuga og
dugnaði að ræktun fjárins á næstu árum.
/ janúar 1968,
Leifur Kr. Júhannesson.