Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 93
SKYRSLUR STARFSMANNA
87
Hrossarœktarráöunauturinn
Hrossaræktarsambönd
Frumskilyrði þess, að lirossaræktarsamböndin hljóti
starfsframlag frá Búnaðarfélagi Islands, er, að þau sendi
okkur skrá yfir stóðliesta, sem notaðir eru, skýrslur um
leiddar liryssur og fædd folöld, ásamt ársreikningi. Þess-
ar upplýsingar og umsóknir verða að berast okkur eigi
síðar en 15. des. ár hvert, til þess að liægt sé að ganga
frá greiðslum fyrir áramót. Á þessu er oftast mikill mis-
brestur, algjörlega að óþörfu, þar sem allt, er máli skipt-
ir, er vitað á haustnóttum. Ég leyfi mér að brýna enn
fyrir formönnum sambandanna og deildarstjórum að
hafa þetta í lagi ella getur það kostað samböndin, að
framlög falli niður.
Hrossarœktarsamband SiiSiirlands starfar á svipaðan
hátt og áður, í 18 deildum. Það fékk framlag á 15 stóð-
liesta, og til þeirra voru leiddar 245 liryssur. Það á nú
11 stóðhesta, fargaði GLÓFAXA 454 frá Vindási, en það
keypti 3ja vetra gamlan fola, Jarphlesa 637, frá Jólianni
Árnasyni, Oddgeirshólum, Ám. Ættin er þannig: F. Svip-
ur 385 og M. Ögn, Oddgeirshólum, sem er undan Svaða
352. Þetta er örlítið taminn foli, gangfallegur, þægur,
prúður, að sumu leyti vel gerður, en full J>ykkur um
háls og liöfuð'. Sambandið liafði á leigu tvo liesta, })á
sömu og í fyrra: HRAFN 628 frá Efra-Langholti, sem
notaður var í Skeiða- og Gnúpverjadeild og RÖKKVA
635 frá Laugarvatni, sem notaður var í Grímsnes- og
Laugardalsdeild. Auk þeirra voru leigðir: ÞYTUR frá
Hellu, rauður, 3ja vetra, sonarsonur Gáska 317 og
dóttursonur Gnýfara 458, ótaminn, en fremur efnilegur
unghestur, sem notaður var í Holtadeild. -—- GOÐI 636 frá
Þóroddsstöðum í Grímsnesi var notaður í Mýrdal. F.