Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 271
NAUTGRIPASÝNINGAR
265
hvert gleggsta dæmi á síðari árum um það, að byggingar-
gallar liafi staðið í vegi fyrir þeirri viðurkenningu. Eig-
andi Sóma er Biinaðarfélag Ljósvetninga.
4. Bliki N164, sonur Dreyra N139 og Sneglu 2, Sigfús-
ar Hallgrímssonar, Vogum í Mývatnssveit, sjá Búnaðar-
rit 1966, bls. 493. Sýndar voru að Kvíabóli í Ljósavatns-
breppi 10 dætur Blika frá 4 bæjum. Voru 5 þeirra rauð-
ar og rauðhuppóttar, 2 bröndóttar, 2 svartar og 1 grá.
Sjö voru alkollóttar, en 3 liníflóttar. Dætur Bbka liafa
vel lagaðan liaus, nokkuð ójafna yfirlínu og háan kross-
beinskamb. Þær eru rýmismiklar með góðar útlögur og
djúpan bol. Malir eru nokkuð afturdregnar og hallandi,
en fótstaða þó í góðu meðaltali. Júgur eru sæmilega stór
og breið, spenar fremur grannir, oft misstórir og á sum-
um kvígnanna of stutt milli fram- og afturspena. Kemur
þetta lieim við spenabyggingu föðurins. Mjöltun er allt
að því ágæt, en mjólkuræðar enn litlar. Mikil kynfesta
er í byggingu Blikadætra, og líkjast þær föður sínum um
margt. Þó voru þær taldar skapbarðar fyrst eflir burð,
en sjálfur er Bliki einstaklega gæflynt naut. Dætur hans
fengu að meðaltali 77,5 stig fyrir byggingu, sem er liátt
fyrir svo ungar kýr. Meðalbrjóstummál var 170 cm.
Þessar 10 kvígur liöfðu allar nema 1 borið að 1 kálfi ár-
ið, sem sýningin var haldin, og engin þeirra hafði lokið 1.
mjólkurskeiði. Þær böfðu að meðaltali komizt í 15,5 kg
dagsnyt og mjólkað að jafnaði í 178 daga 2124 kg með
3,72% mjólkurfitu eða 7901 fe, sem eru ágætar afurðir.
Niðurstöður sýningarinnar benda til þess, að Bliki búi
yfir kostum sem kynbótagripur bæði með tilbti til af-
urða og byggingar, en vegna þess live fáar kvígur voru
sýndar undan lionum og reynsla á þeim var stutt, var
að sinni beðið með meiri viðurkenningu, en mælt ein-
dregið með því, að hann yrði látinn lifa áfram. Bliki
befur verið notaður á vegum Búnaðarfélags Ljósvetninga,
en eigandi hans er Marteinn Sigurðsson, Hálsi.
5. Hamar N159, sonur Ægis N63 og Dimmu 4, Hömrum