Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 58
52
BÚNAÐARRIT
inn, og yfirleitt munu þau garðlönd, sem vel var hirt um,
hafa skilað allt að því meðaluppskeru, og í stöku til-
fellum fyllilega það. I ljós kom nú eins og endranær í
köldu árferði, að öruggust var ræktunin í þeim garð-
löndum, sem húa við jarðvarma. Slík svæði eru víða, þar
sem jarðvarmi fyrirliittist, en því miður eru svæði þessi
allt of lílið nýtt sem garðlönd enn sem komið er. Nokkuð
bar á því, vegna þess hversu liaustveðráttan var mild, að
ræktendur slógu á frest upptöku garðávaxta eins og
vetrarkáls, gulróta og gulrófna. Af þeim sökum urðu sum-
ir fyrir töluverðu tjóni á þessu garðmeti, er skyndilega
gerði liörkufrost um miðjan október, en þau eyðilögðu
mun meira af uppskerunni en nokkurn hafði órað fyrir.
Einkum var tjónið mikið hjá garðyrkjubændum í Hruna-
mannahreppi. Þannig fylgir því ávallt nokkur áliætta að
fresta upptökustörfum, þegar áliðið er orðið, en það get-
ur á hinn bóginri leitt af sér ávinning, ef ekkert bregður
út af með veður, einkum hafi vaxtartíminn verið kaldur
og vöxtur seinn. 1 gróðurhúsum gekk öll ræktun nokkurn
veginn eðlilega, og uppskera af flestu því, sem fengizt er
við að rækta, mun víðast hvar liafa orðið góð. Réði þar
miklu, hve sólríkt var, því að það hefur sitt að segja engu
síður en að liitinn sé nægur. Með þessu atriði virðast þó
allt of fáir aðrir en garðyrkjubændur reikna, a.m.k. þegar
hollalagt er um möguleika á nýtingu jarðhitans til stór-
reksturs gróðurhúsa með tilliti til útflutnings. En í því
augnamiði erum við afar illa settir, að því er heildarbirtu
varðar miðað við ýmis suðlægari lönd, þótt vissulega bæti
það nokkuð upp, hversu langir eru hér dagar um hágró-
andann.
Tómatuppskeran á árinu var mun meiri en árið áður.
Sölufélag garðyrkjumanna bárust þannig til sölu 238
tonn, en það er 25 tonna aukning frá árinu 1966. Að
nokkru stafar þetta af aukinni ræktun, en að nokkru er
það vegna vaxandi uppskeru hjá einstaka gróðrarstöðv-
um.