Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 196
190
BÚNAÐARRIT
infjur ætti að liafa aðfiang að, t. d. fögrum svæðum
meðfram ám og stöðuvötnum.
5. Um réttindi og skyldur landeigenda annars vegar og
liins vegar vegfarenda og náttúruskoðenda, eins og
gert liefur verið í ýmsum löndum.
6. Ákvæði um veiðar með skotvopnum, til að tryggja,
að þær fari fram á sem beztan liátt.
7. Um rétt sveitar- og sýslufélaga, til að njóta skatta (út-
svara, fasteignagjalda, vegagjalda, fjallskila o. fl.) af
sumarbústöðum, sumarbústaðalöndum og almennings-
svæðum, livort sem þau væru í eigu einstaklinga, fé-
laga eða opinberra aðila.
8. Um mælingu og lieildarskipulagningu lands undir 200
m hæð yfir sjó, þar sem áætluð verði notkun lands til
búskapar (ræktaðs lands og bithaga), til bygginga-
svæða, útilífssvæða og umferðarsvæða (m. a. vega-
gerðar).
Búnaðarþing lítur svo á, að eðlilegast sé, að sumar-
hústaðalendur verði í eigu sveitarfélaga og að sveitar-
stjórnir beiti sér fyrir því við eigendur jarða, að lönd
undir sumarbústaði verði leigð, en ekki seld, livort sein
um smærri eða stærri spildur væri að ræða. Leigutími
verði ekki óhóflega langur, en eigendur bústaðanna liafi
tryggingu fyrir áframhaldandi leigu að öðru jöfnu.
GreinargerS:
Erindi til Búnaðarþings um notkun lands, náttúruvernd
o. fl. fylgir liér með til frekari skýringar. (Mál nr. 40,
þskj. 51).
Varðandi II. lið er rétt að taka fram, að það er vitað,
að ríkisstofnanir, er staðið liafa fyrir framkvæmdum úti
um landið, Iiafa ekki ætíð gætt þess sem skyldi að fara
eftir ákvæðum 9. gr. jarðræktarlaga við skipulagningu
og frágang framkvæmdanna. Bændur hafa á stundum
átt í erfiðleikum með að ná rétti sínum í þessum efnuin,