Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 164
158
BÚNAÐARRIT
Eins og áður er sagt er enn ekki vitað til þess, að grip-
ir, sem smitazt liafa og orðið albata, liafi tekið sjúkdóm-
inn á nýjan leik.
Enn er liérlend reynsla af sjúkdóininum of stutt til
þess, að hægt sé að fullyrða um, livort þetta er algild
regla.
Þá vil ég benda á, að örðugt er oft að segja til um
það með fullri vissu, hvenær einkenni eru að fullu liorf-
in, því að liárlausir blettir á nautgripum eru að sjálf-
sögðu oft af öðrum orsökum.
Nú er verið að ala upp kálfa á þeim bæjum, þar sem
lengst er um liðið, síðan sjúkdómsins varð vart, til að
kanna, hvort þeir kunni að sýkjast.
Á MöSrufelli í Hrafnagilshreppi virðist sjúkdómurinn
hafa náð liámarki, og þeir gripir, sem fyrst veiktust, eru
í afturbata.
Á DvergsstöSum í Hrafnagilshreppi er mjög sennilegt,
að sjúkdómurinn sé að búa um sig, en ekki hefur ennþá
tekizt að staðfesta liann með smásjárskoðun eða ræktun.
Á þeim 11 bæjum, sem hér um ræðir, munu nú vera
á fóðrum sem næst 274 kýr og 94 geldneyti og kálfar
eða 368 gripir alls.
Þá vil ég vekja athygli á því, að ræktun og greining
á þeirri sveppategund, sem hringskyrfi þessu veldur (T.
verrucosum), getur verið mjög örðug, vegna þess að
sýni eru alltaf menguð öðrum sveppum og sýklum, er
oft vaxa hratt og kæfa vöxt af T. verrucosum.
Þar sem fullkomin greining á sveppum þeim, er valda
liúðsjúkdóminum í búfé, er vart á færi annarra en sér-
fræðinga á því sviði, hafa mörg sýni úr þessum faraldri
verið greind af erlendum sérfræðingum, til þess að rétt
greining færi ekki á milli mála.
Þekking manna á ýmsum atriðum, sem varða liring-
skyrfi, er ennþá ófullkomin, og reynsla hérlendis af
eðlilegum ástæðum takmörkuð.
Því er ekki unnt að veita fullgild svör við ýmsum