Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 63
SKÝRSLUR STARFSMANNA
57
ráðunauts. Ivom ég við' á allmörgum lieimilum, bæði á
Hofsósi og nærliggjandi sveitum, til skrafs og ráðagerða
um garðrækt. Var viðdvöl að sjálfsögðu frekar stutt á
liverjum stað. Að undanskilinni smávegis kartöflu- og
rófnarækt hér og þar, er mjög lítið um garðrækt á svæði
þessu, enda leizt mér þannig á, að gróður —- og þá ekki
livað sízt trjágróður — myndi eiga erfitt uppdráttar.
Skortir þó mikið á, að þetta hafi verið nægilega kannað
enn sem komið er. Það sem eftir var sumars var ég oft
kallaður út í stvttri ferðir til aðstoðar um heimilisgarða.
Reyndi ég að svo miklu leyti, sem unnt var, að koma
því við, að sameina þær ferðir heimsóknum á gróðrar-
stöðvar.
Skrifstofustörf m. fl.
Fyrir utan garðateikningar hefi ég liaft ýmis önnur verk
með höndum, s. s. bréfaskriftir bæði innlendar og er-
lendar, samtöl við ýmsa, er hingað leita aðstoðar í eigin
persónu eða símleiðis. Stjórn Garðyrkjufélags Islands fór
þess á leit við búnaðarmálastjóra, að hann heimilaði, að
ég legðf af mörkum hálfsmánaðar vinnutíma á vegum
Búnaðarfélagsins í undirbúning skrúðgarðabókar, sem
Garðyrkjufélagið gaf út í maí, og ég hafði ábyrgzt að
annast ritstjórn á. Búnaðarmálastjóri lieimilaði þetta.
Starfið reyndist þó öllu meira en gert liafði verið ráð
fyrir, og vann ég að því í einar 3 vikur fyrir utan ótrú-
legan fjökla aukastunda um kvöld og helgar. Ég veit, að
stjóm Garðyrkjufélagsins kann biinaðarmálastjóra og
stjórn Búnaöarfélags Islands beztu Jiakkir fyrir þann
skilning og þá lipurð, sem máli þessu var sýnt, og þá
miklu fyrirgreiðslu, sem liér með var veitt. Það er vafa-
samt, að Skrúðgarðabókin hefði náð að koma út í tæka
tíð, ef þessarar góðvildar af hálfu Búnaðarfélagsins hefði
ekki notið við. Á árinu flutti ég tvö erindi í útvarp, hins
vegar lagði ég ekkert af mörkum í Frey að undanskilinni
einni lauslega þýddri grein. Ásamt Agnari Guðnasyni til-