Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 162
156
BÚNAÐARUIT
Undir stjórn Guðmundar Knutsen liéraðsdýralæknis
liefur verið unnið að því, síðan sjiikdónisins varð fyrst
vart, að leita uppi og lækna sjúka nautgripi. Sýkin fer
venjulega Jieldur hægt, oftast líða nokkrir mánuðir frá
því fyrst sér á grip, þar til einkenni um sjúkdóminn eru
liorfin. Reynslan liefur sýnt, að í sýktum fjósum tekur
svo til liver einasti gripur veikina, en útbrotin eru mis-
mikil og oft óveruleg.
Ekki tókst, þrátt fyrir mikla vinnu og lyfjanotkun, að
kveða sjúkdóminn niður, áður en gripir vom leystir út
síðastliðið vor, þótt mjög liafi miðað í áttina. Því var tals-
vert af sjúkum gripum í girðingunum síðastliðið sumar.
Á Syðri-Grund í Höfðaliverfi tókst að losna við sjúk-
dóminn á skemmstum tíma. Þangað mun smit liafa bor-
izt með aðkeyptum kiim í nóvember 1966, en síðan í
apríl 1967 liefur útbrota á gripum þar ekki orðið vart.
Yfirleitt liefur lækning þessa sjúkdóms reynzt seinleg
og fyrirliafnarsöm og Jiin mesta þolinmæðisvinna, eins
og raunar liafði verið búizt við samkvæmt reynslu er-
lendis.
Eftir því sem lækningum gripa miðaði fram, var unn-
ið að því að lireinsa og sótthreinsa fjós og aðrar vistar-
verur gripa á sýklum bæjum.
Ekki liefur þess enn orðið vart, að gripir, sem virðast
albata, liafi veikzt á nýjan leik.
Einn bóndi telur sig liafa orðið fyrir afurðatjóni, eink-
um liafi fitumagn mjólkur lians Jækkað verulega, og
Jiera skýrslur mjólkurbúsins með sér, að fitumagn í
mjólk frá þessum bæ liefur mælzt óeðlilega lágt þá 3—4
mánuði, sem sjúkdómurinn gerði mest vart við sig á
bænum. Einnig telur sami bóndi, að mikil vanlíðan,
einkum kláði, fylgi liringskyrfi.
AlJir aðrir bændur, sem átt liafa í stríði við þennan
sjúkdóm, telja, að liann hái gripunum ekki og að þeir
skili eðlilegum afurðum. Samkvæmt upplýsingum mjólk-
urbúsins verður ekki séð, að meðalfitumagn mjólkur frá