Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 217
LANDBÚNAÐURINN
211
ar kunna bændur því illa, ef lilutur þeirra samkvæmt
gildandi lögum er borinn fyrir borð, hverjir sem að því
kunna að standa.
Séu fyrst atliugaðir hinir tímabundnu erfiðleikar í
landbúnaðinum vegna árferðis, þá er ásetningurinn og
útvegun kjarnfóðurs aðalvandamálið.
Á síðastliðnu liausti voru bændur furðu bjartsýnir,
þrátt fyrir óvenju mikinn tilkostnað við fóðurbætiskaup
vorið 1967 og áburðarkaup, sem víða komu að minni
notum en efni stóðu til, vegna kuldatíöar og kals í tún-
um. Mikil verðlækkun á kjarnfóðri s. 1. vetur og vor,
vegna umbóta í verzluninni, og lítils háttar verðlækkun
á áburði samfara binni almennu verðstöðvun, sem stjórn-
arvöldin liétu þjóðinni, juku bjartsýni bænda og trú á
framtíðina. Þeir gátu andað ögn rólegar, meðan verð-
bólgudraugurinn lá kyrr. Enn fremur sáu bændur, að
kjarnfóðureyðslan síðastliðið vor kom að notum. Féð
gekk víðast livar ágætlega undan vetri, lambaliöld urðu
víða góð, dilkar uxu vel og urðu vænir og kýr gerðu
ágætt gagn. Heyskortur margra bænda s. 1. liaust var
hinn mikli skuggi. Harðærisnefndin ræddi vanda þenn-
an við forvígismenn bænda á meira en hálfu landinu og
alls staðar þar sem skórinn kreppti mest að. Um tvennt
var að velja: Stórkostlega bústofnsskerðingu eða gífur-
leg kjamfóðurkaup, því að allir vom sammála um, að
ásetningur yrði að vera tryggur. Yrði fækkunarstefnan
allsráðandi, lilaut liún að valda tekjurýrnun ekki aðeins
á næsta ári, lieldur á meðan bændur væru aftur að koma
sér upp bústofni, og myndu efnaminni bændur vart rísa
undir því, nema fá uppeldisstyrk til að koma bústofnin-
um upp aftur. Fækkunin liefði að sjálfsögðu skapað
mesta öryggið í svip. En þar sem verð á kjamfóðri var
mjög bagstætt miðað við verð á beyi og búsafurðum, var
freistandi fyrir bina heytæpu bændur að fækka ekki
verulega, a. m. k. ekki ám og mjólkurkúm, beldur kaupa
kjarnfóður, byrja strax að gefa það á haustnóttum og