Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 269
NAUTGRIPASÝNINGAR
263
brandskjöldóttar, 4 kolóttar og kolskjöldóttar, 1 svart-
skjöldótt og 1 grá. Ein var hníflótt, en 11 kollóttar.
Þessar systnr eru þroskamiklar kýr með fremur grannan
liaus, lágan spjaldlirygg, miklar útlögur og boldýpt vel í
meðallagi. Malabygging er fíngerð, yfirleitt dálítið aftur-
dregin, en einstaka kvíga með ágætar malir. Júgur
eru fremur stór og breið, spenar hæfilega stórir, en of
stutt bil milli fram- og afturspena á mörgum. Mjöltun var
ágæt, en mjólkuræðar enn lítt þroskaðar. Sjálfur hefur
Skíði fremur langa, þéttstæða spena. Lýsingu á byggingu
hans, sjá Búnaðarrit 1966, bls. 491—492, var að öðru leyti
breytt á þann veg, að hann liafði nú siginn lirygg, en
beinar og jafnar malir. Fyrir byggingu hlutu dætur
Skíða að meðaltali 76,5 stig, og meðalbrjóstmál var 177
cm, og er livort tveggja liátt miðað við aldur kvígnanna,
en þær voru allar að 1. kálfi.
Vitað var um 29 dætur Skíða, sem borið liöfðu, er
sýningin var lialdin. Höfðu þær að meðaltali komizt í
15,8 kg liæsta dagsnyt við 1. burð og mjólkað til jafnað-
ar í 233 daga að 1. kálfi. Á þeim tíma var meðalnyt
þeirra 2183 kg með 4,14% mjólkurfitu eða 9038 fe. Sam-
bærilegar skýrslur voru til um 26 mæður Skíðadætra að
1. kálfi. Höfðu þær komizt að meðaltali í 14,2 kg liæsta
dagsnyt og mjólkað í 222 daga 2049 kg með 3,94% mjólk-
urfitu eða 8073 fe. Afurðir Skíðadætra eru álitlegar, og
þótti sýnt, að hann hefði ýmsa kosti sem kynbótagripur.
Rétt þótti að bíða með meiri viðurkenningu, unz frekari
reynsla væri komin á dætur hans. Um miðjan vetur eftir
sýningu varð þó að fella liann vegna sjúkdóms í fótum.
3. Suður-Þingeyjarsýsla
1 Suður-Þingeyjarsýslu voru haldnar afkvæmasýningar á
þremur nautum, 7. og 8. september, en auk þess voru
nokkur önnur naut skoðuð sem einstaklingar. Verður
nú getið þessara sýninga hér á eftir.