Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 97
SKÝRSLUR STARFSMANNA
91
Baldur 620, báða f. 1962 á Vatnsleysu. Þá eru til tveir
folar brúnir, f. 1965, óvanaðir. Hryssustofninn var þann-
ig 1. nóv. 1967: 16 hryssur f. 1963 og fyrr, 8 hryssur f.
1964, 6 bryssnr f. 1965, 4 hryssur f. 1966, og á sl. hausti
voru settar á 3 hryssur f. 1967. Þá á búið 15 trippi
(hesta) í uppvexti auk fyrrnefndra stóðhesta (4). Verða
þeir tamdir ineð tímanum, eins og hryssurnar, og með því
reynt kynbótagildi foreldranna. — Stjórn búsins liefur
ekki komið saman enn þá, enda ekki fullskipuð. Ég var
á Hólum 23.—25. júní og merkti öll lirossin með plast-
merkjum, sem Guðmundur Gíslason læknir á Keldum
útvegaði og óskaði eftir, að við gerðum tilraun með. Þá
var ég á Hólum aftur 4.—9. okt. Þá voru lirossin seld
sem fyrr getur. Mörg þeirra voru mjög efnileg, ekki sízt
þau, er áður fyrrum voru keypt af Sigurði Jónssyni frá
Brún, eða þeirra afkomendur og Hrafns 487 á Hólum.
1 vetur verða tamin 10—15 trippi á Hólum frá húinu.
HrossarœktarfélagiS Skuggi. í Borgarfirði telur nú 36
stofnliryssur. Þar af voru dætur Skugga 201 18 að tölu,
og áttu þær aðeins 10 folöld við þessum hestum: Gáska
317 (4 lie. 1 hr.), Svip 385 (1 lie. 2 lir.), Má 641 (1
lir.). Hinar 18 áttu: við Verði 584 (4), við Svip 385 (4),
við Kvisti 640 (3), við Gáska 317 (1) og við Frey 579 (3).
Ég mældi folöld og trippi á Hesti og skoðaði lirossin 11.
og 12. nóvember.
Sýningar
Sveitasýningar voru lialdnar á Suðurlandi og í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu dagana 13.-—18. júní. Ég var for-
maður dómnefndar, en aðrir í nefndinni voru: Tilnefnd-
ir af L. H. Þorlákur Ottesen, Reykjavík og Albert Jó-
hannsson, Skógum. Tilnefndir af Búnaðarsambandi
Kjalarnesþings Pétur Iljálmsson, ráðunautur, og af Bún-
aðarsambandi Suðurlands Haraldur Sveinsson, Hrafn-
kelsstöðum. Á sveitasýningum þessum voru dæmdir 55
stóðhestar og 103 liryssur. Úr þeim liópi voru valin til