Búnaðarrit - 01.01.1968, Blaðsíða 80
74
BUNAÐARRIT
kvæmt upplýsingum bústjóra voru 18 af 20 kúm með
kálfi vorið 1966. Við burð drápust 2 kýr ásamt kálfum
og 3 aðrir til viðbótar. Það ár lifðu því 13 kálfar, og
voru 7 þeirra naut og 6 kvígur. Nautkálfarnir voru
geltir nema einn. Vorið 1967 voru 17 af 18 kúm með
kálfi, en ein kýr var tvíkelfd. Við burð drápust 3 kálfar,
en 11 kvígur og 4 naut lifðu. Um haustið voru 3 kvígu-
kálfar seldir og fluttir austur í Lón. I árslok 1967 voru
því á búinu 18 kýr, 1 naut fullorðið og 1 veturgamalt,
6 geldingar og 6 kvígur veturgamlar, 4 nautkálfar og 8
kvígukálfar, þ. e. alls 44 gripir.
Djúpfrystingarstöö fyrir nautasœ&i. Eins og getið er í
síðustu starfsskýrslu liafa orðið miklar framfarir að
undanförnu í geymslu frysts nautasæðis. Á öndverðu ár-
inu lagði ég til við stjórn félagsins og búnaðarmálastjóra,
að norskur sérfræðingur yrði fenginn til að kanna aðstæð-
ur hér á landi við að koma á þessari nýju tækni. Fyrir
málinu var þegar mikill áhugi, og er nánar rakið í
skýrslu búnaðarmálastjóra, hvernig því hefur miðað á
árinu.
Fitumœlingar mjólkur. Um nokkurt skeið liefur verið
vitað, að notkun 11,0 ml mjólkurmælis við fituákvarð-
anir samkvæmt Gerbers aðferð sýnir of liáa mjólkurfitu,
og er skekkjan því meiri sem mjólkin er fituríkari. Því
hefur mælunum verið breytt á þann veg, að þeir taka
um 10,725 ml. Mjólk, sem talin hefur verið 4% feit,
verður 3,9% eftir liinni nýju aðferð, og er það í samræmi
við aðrar aðferðir, sem nú eru notaðar við fitumælingu
mjólkur. Var hinn nýi mjólkurmælir tekinn í notkun í
Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð árið 1963 og í Noregi
frá ársbyrjun 1966. Hafsteinn Ivristinsson, mjólkurfræði-
kandidat, vakti athygli á þessu s. h. árs 1965, og liefur
málið verið í alliugun. Nú liefur Framleiðsluráð land-
búnaðarins fyrir nokkru ákveðið, að öll mjólkurbú taki
upp notkun hinna nýju glasa frá og með ársbyrjun 1968.
Þar sem mjólkurbúin sjá um fitumælingar fyrir flest