Morgunn - 01.12.1934, Qupperneq 59
MORGUNN
185
kalla, því eg var ófær til gangs vegna magnleysis eftir
krampana og stirðleika í fætinum.
Fimtudaginn 23. febrúar klæddist eg í fötin klukkan
1, en þann dag átti eg von á, og var búinn að fá vissu fyr-
ir því, að eg fengi lækningastraum frá æðri krafti, Friðrik
lækni, í þagnartímanum. Eg var oft í veikindum mínum
búinn að fá lækningastraum frá þessum hjálparmanni
mínum, svo eg vissi vel, hvernig sá straumur var, sem eg
átti von á að fá þennan dag. Líka vissi eg, að þessi straum-
ur yrði sterkari en þeir, sem eg hafði fengið áður. Þetta
rættist líka. Því þegar eg var búinn að vera í fötum í
45 mínútur eða til klukkan 1,45 og sitja á stól í sjúkrastof—
unni í starfsfólkshúsinu á Reykjahæli, þá fann eg að snögg-
lega fór að draga úr líkamsmætti mínum, og eg fann, að
streymdi um líkama minn straumur, sem eg þekti vel; það
var lækningastraumur frá Friðrik lækni. Strax og eg fann
að straum þennan lagði um mig, fór eg að afklæða mig, en
eg var svo máttfarinn, að eg var 10 mínútur að afklæða
mig, en á meðan eg var að því, bað eg stofufélaga mína
þriggja bóna. Fyrsta bónin var sú: Að þeir mættu hvergi
snerta mig, hvað sem fyrir kynni að koma á meðan eg
hefði strauminn í líkamanum, nema ef eg fengi stífkrampa,
því hann gat eg altaf búist við að fá.
Eg bjóst við að lækningastraumurinn yrði í mér fram
yfir þagnartímann. Svo önnur bón mín var sú: að stofufé-
lagar mínir yrðu að varast það, ef einhverjir kæmu eftir
Þagnartímann í heimsókn til okkar, að láta þá ekki snerta
mig fyr en straumnum væri lokið.
Þriðja bón mín var sú: að þeir mættu ekki gjöra við-
vart eða sækja hjúkrunarkonu hælisins, hvernig sem alt
yrði, fyr en ef eg fengi svæsnasta stífkrampa.
Klukkan 1,55 var eg búinn að afklæða mig og fór eg
þá strax upp í rúmið, en átti afar erfitt með að komast það
vegna magnleysis. En klukkan 1,58 byrjaði titringur í
hægri fæti mínum. Eg hafði þann titring í fætinum til
klukkan 2,8, þá voru teppin, sem eg hafði ofan á mér,