Morgunn - 01.12.1934, Síða 114
240
M 0 R G U N N
öreigi eftir alt heilsuleysið, og honum finst viðurlita-
mikið og óárennilegt að koma hingað allslaus. — Þegar
hann afhenti mér handritið að ritgjörð sinni, sem prent-
að er í þessu hefti, bað hann um að þess yrði getið, að
árangurslaust yrði að biðja sig að senda ,,Friðrik“ sinn
til fjarverandi sjúklinga. Hann mundi ekki sinna öðrum
sjúklingum en þeim, sem hann gæti farið höndum um.
Shaw Kaflarnir „Hvað gerist eftir dauðann“,
Desmond sem Prentaðir eru í þessu hefti, eru tekn-
ir úr bók, sem heitir „Vér deyjum ekki“
(We do not die) eftir írska rithöfundinn Shaw Desmond.
Hér á landi mun hann mest kunnur af bók, sem hann
hefir ritað um Danmörk og heitir „Frú Danmörk". Ann-
ars hefir hann ritað fjölda af bókum, þar á meðal 6
rómana, sem hafa haft mikið gengi. Bókin „Vér deyjum
ekki“ er um spiritismann frá byrjun hans fram á vora
daga. Kaflarnir „Hvað gerist eftir dauðann“ eru fleiri
en þeir, sem hér eru sýndir. Morgunn gat ekki komið
fleirum að. Þó að Desmond sé sannfærður um, að lífinu
hinumegin sé svo háttað, sem hann segir — og auðvitað
fer hann eftir fregnum, sem hann hefir þaðan fengið og
telur áreiðanlegar — þá verður ekki sagt, að þar sé um
sannað mál að tefla. En að hinu leytinu má segja, að lýs-
ingar hans séu í samræmi við hugmyndir spíritista um
þetta efni.